Tímarit SSF 2. tbl. 2018
8 „V ið verðum að breyta hugsunarhætti okkar varðandi þátttöku eldri starfsmanna í atvinnulífinu . Sú staðreynd að þú eigir rétt á fleiri frídögum bara vegna þess að þú ert eldri gerir þig síður eftir- sóknarverðan á vinnumarkaði“, segir Runa Opdal Kerr, þróunarstjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í Noregi (Finance Norway). Samkvæmt norskum orlofslögum eiga allir sem náð hafa 60 ára aldri rétt á einni aukaviku í orlofi. Auk þess kveður heildarsamn- ingurinn milli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi og Samtaka fjármálafyrirtækja í Noregi á um að allir starfsmenn sem náð hafa 64 ára aldri eigi rétt á styttri vinnutíma sem nemur einni klukkustund á dag. Til viðbótar hafa mörg fjármálafyrirtæki sett sér stefnu varðandi eldri starfsmenn en Runa telur að slíkt heyri fortíðinni til. BJARNARGREIÐI „Niðurstöður könnunar á stefnu varðandi eldri starfsmenn sýna að sumir eldri starfsmenn í fjármálageiranum eru í stöðu sem er sérlega viðkvæm fyrir breytingum og innleiðingu sjálfvirkni. Margir þeirra eru í láglaunastöðu og með lágt menntunarstig og þeir hafa ef til vill ekki verið nógu virkir í því að tileinka sér nýja hæfni eða breyta starfsvenjum sínum. Það þarf að skoða hvaða aðgerða er þörf til þess að þróa hæfni eldri starfsmanna, meðal annars til þess að halda þeim lengur á vinnumarkaði. Sem betur fer hefur þróunin verið jákvæð þar sem fyrirtæki eru í auknum mæli að beita sér fyrir þekkingaröflun hjá öllum aldurshópum. En sú aðferð að gefa eldri starfsmönnum fleiri frídaga eingöngu vegna aldurs er bjarnargreiði,“ segir Runa. H vaða ábyrgð telur þú að fyrirtækin eigi að taka á sig varðandi starfsmenn sem eru 55-62 ja ára að aldri ? „Fyrirtækin bera ábyrgð á velferð allra sinna starfsmanna, sama á hvaða aldri þeir eru. Þegar verið er að segja upp starfsmönnum er hægt að leggja mat á hæfni, en starfsaldur og félagslegar aðstæður geta líka skipt máli. Mörg fyrirtæki hafa kosið að bjóða starfsmönnum að sækja um starfslokapakka og margir eldri starfsmenn hafa þegið það. Kostnaðarsamir starfslokapakkar hafa verið vinsælir en nú eru vísbendingar um að fyrirtæki séu í auknummæli að velja aðrar leiðir. Nú bjóða til dæmis sum fyrirtæki starfsmönnum upp á þjálfun á nýju sviði ef þeir geta ekki af einhverjum ástæðum unnið lengur í fjármálageiranum. Í stað þess að þiggja starfslokapakka eru þeir endurmenntaðir þannig að líkurnar á starfi utan geirans aukast talsvert.“ Vinnumálastjórinn vill meina að fjármálageirinn hafi verið í fararbroddi með flutning gagna á stafrænt form allt frá síðari hluta tíunda áratugarins. Starfsmenn hafa byggt upp mikilvæga reynslu í geiranum og notað háþróaða tækni. Nú sé tæknin að þróast enn hraðar. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast með nýjungum í stafrænni tækni til þess að viðhalda gildi sínu sem starfsmaður. VILL AFNEMA SÉRKJÖR FYRIR ELDRI STARFSMENN OG STUÐLA AÐ AUKINNI HÆFNI T exti : S vein Å ge E riksen L jósmynd : M orten B rakestad Þ ýðing : A nna H eiða P álsdóttir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==