Tímarit SSF 2. tbl. 2018
9 SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ H ver er ábyrgur fyrir því að starfsmaður búi yfir þeirri hæfni sem til þarf ? „Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi og Samtök fjár- málafyrirtækja í Noregi hafa orðið ásátt um að ábyrgðin liggi hjá báðum aðilum og að yfirvöld, atvinnurekendur og starfsmenn þurfi að vinna saman til þess að tryggja að nauðsynleg hæfni sé fyrir hendi. En við erum ekki alltaf sammála um hvaða leið sé farin til þess.“ Runa bætir því við að stefna fyrirtækjanna ráði því hvaða hæfni þau þurfi á að halda og að einstakir starfsmenn beri ábyrgð á sinni eigin þróun. Hæfni snýst ekki eingöngu um fög, heldur líka um hvaða hæfileika og viðhorf einstaklingur tileinki sér sem starfsmaður. Runa veitir starfsmönnum þau ráð að vera forvitnir og viljugir til að takast á við breytingar því annars tapa þeir gildi sínu. S éð frá sjónarhorni atvinnurekenda , er A lmenna samkomu - lagið (S entralavtale ) nógu vel lagað að þeim hröðu og miklu breytingum sem hafa átt sér stað hvað hæfnikröfur fyrirtækja varðar ? „Frá mínu sjónarmiði séð eru reglurnar í Almenna samkomulaginu sem nú er gildandi ekki að fullu aðlagaðar þeim hröðu breytingum sem eru að eiga sér stað. Það er samt mikilvægt að aðilar samkomu- lagsins - Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í Noregi og Samtök fjármálafyrirtækja í Noregi - semji ekki um reglugerðir sem hindra sveigjanleika fyrirtækja. Fyrirtækin hafa mismunandi þarfir hvað hæfni varðar. Við höfum átt í góðum viðræðum við Samtök starfs- manna fjármálafyrirtækja í Noregi um þessi mál og munum halda áfram að tala um þau krefjandi viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir. Báðir aðilar vilja finna lausnir,“ segir Runa Opdal Kerr. Hún telur að flest fyrirtæki og trúnaðarmenn stéttarfélaga hjá þeim hafi nýtt sér vel ákvæði samningsins um hæfni. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á hæfni og verja töluverðum fjármunum í það málefni. Eins og stendur fer stór hluti hæfniþróunar fram í daglegu starfi en ýmsar kannanir hafa leitt í ljós að fyrirtækin þurfi að þróa meiri hæfni, sérstaklega í upplýsingatækni. „Mér finnst það mjög jákvætt að DNB sé meðal annars að leggja áherslu á að þróa starfsfólkið sitt. Samt þarf að taka til greina að það tekur langan tíma að tileinka sér ýmiss konar sérþekkingu, til dæmis forritun og háþróaða upplýsingatækni. Þess vegna þurfa fyrirtækin bæði að ráða nýja starfsmenn og treysta á hæfniþróun innanhúss.“ SOFNA Á VERÐINUM Runa er ekki ánægð með hvernig menntastofnanir hafa höndlað þær auknu kröfur um sérþekkingu sem stafræn innleiðing í fjár- málageiranum hefur leitt af sér. „Samtök fjármálafyrirtækja í Noregi þurfa að aðstoða þennan geira til að fá til sín nauðsynlega fagkunnáttu. Það er líka tími til kominn að skoða hvernig menntastofnanir koma að símenntun. Þó svo að fyrirtækin bjóði upp á stöðugt meiri þjálfun þurfa menntastofnanir að bjóða betri og ódýrari framhaldsmenntun í tölvuumhverfi. Sem dæmi má nefna Mooc, sem er ókeypis fræðsluefni sem allir geta nálgast á netinu. Í dag eru þó flest þessi námskeið í boði hjá bandarískum og breskum háskólum en við- komandi þarf að búa yfir mjög góðri enskukunnáttu til þess að nýta sér þau. Við þurfum á bæði BA og MA námi að halda á þessu sviði en hvar er boðið upp á þverfaglegt nám hjá menntastofnunum þar sem hefðbundin fög eru samofin stafrænni þekkingu og tækni- menntun? Það eru örfáar menntastofnanir sem bjóða upp á þennan möguleika í dag. Auðsjáanlega hefur einhver sofnað á verðinum,“ segir Runa. Hún bendir líka á að það vanti kerfi sem tekur áunna hæfni til greina og veiti viðkomandi aðgang að framhaldsnámi. Þegar svona stór hluti af hæfniþróun þinni er til kominn vegna starfsreynslu þurfa framhaldsskólar og háskólar að gera ráð fyrir því að reynslan sé metin. Til dæmis tekur háskólinn í Wisconsin (University of Wisconsin) hana til greina. Háskólar í Noregi gætu bætt sig á þessu sviði. STAFRÆN HÆFNI A ukinn fjöldi starfsmanna fær að vita að þeir þurfi að tileinka sér meiri stafræna hæfni en hingað til hefur enginn skilgreint hvað það þýðir . H vernig skilgreinir þú stafræna hæfni ? „Stafræn þróun felst í því að upplýsingatækni er ekki lengur stuðn- ingstól, heldur mikilvægur hluti af rekstri fyrirtækis. Það þýðir að viðskiptalíkön, skipulag og ferli eru hönnuð til þess að nýta tækni nútímans og framtíðarinnar. Hvað stafræn hæfni stendur fyrir veltur á því hvern þú spyrð og hverjar þarfir fyrirtækisins eru. Það snýst ekki um að allir þurfi að hafa forritunarhæfileika en þeir þurfa að skilja hvað stafræn kóðun snýst um. Fólk þarf líka að skilja stafræna tækni. Hvaða tilgangi gegnir myllumerki á samfélagsmiðlum? Hvað þýðir stafræn röskun (disruptiv teknologi) fyrir þróun stórfyrir- tækja og viðskiptamódel og hvernig getur þú nýtt þér tækni í þínu starfi? Ef þú þekkir þessa hluti býrðu yfir stafrænni þekkingu. Að búa yfir stafrænni þekkingu þýðir í mínum augum að skilja þau gegnsýrandi áhrif sem tæknin hefur á þjóðfélagið, meginstefnu fyrirtækja, eigin verkefni og hvernig tækni, í samvinnu við nýjar hugmyndir, gerir nýsköpun mögulega.“ F rá þínum sjónarhóli séð , eru það starfsmenn sem óska ekki eftir hæfniþróun eða eru það fyrirtækin sem vilja ekki eyða tíma og peningum í hana ? „Ég hef það á tilfinningunni að bæði fyrirtækin og starfsmenn þeirra vilji þróa hæfnina. Flestir hafa gert sér grein fyrir því að hæfni er nauðsynleg fyrir einstaklinginn og að hún er einnig nauðsynlegur hluti af grunnkröfum framtíðarinnar. Ef fyrirtæki býr ekki yfir þeirri hæfni sem til þarf, mun það verða undir í samkeppninni,“ segir Runa Opdal Kerr að lokum. Ef einstaklingur getur tileinkað sér nýjan hugsunarhátt um eigin hæfni mun það verða honum til framdráttar hjá nýjum vinnuveitanda, segir Runa Opdal Kerr, þróunarstjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í Noregi (Finance Norway).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==