SUZUKI VITARA

1 Lúxustilfinning í farþegarými 1 Það er eins og að fara inn í fágaða hágæðaveröld að setjast inn í Vitara. Í ökumannsrýminu er öllu haganlega fyrirkomið og allir rofar og mælar innan seilingar og sjónmáls. Njóttu þess að vera í innanrými sem þú vilt helst aldrei yfirgefa. Nýtt mælaborð mjúkt viðkomu 2 Efri hluti mælaborðsins er klæddur mjúku efni sem stuðlar að lúxustilfinningu í farþegarýminu. 7” snertiskjár 3 Hljómtækjunum fylgir snertiskjár sem virkar eins og snjallsími. Tengdu snjallsímann í gegnum Bluetooth® eða USB snúru og notaðu smáforrit snjallsímans á skjánum. Á skjánum eru einnig stýringar fyrir útvarp, bakkmyndavél og leiðsögukerfi. Nýr 4.2” fjölupplýsinga- LCD litaskjár 4 Háþróaður 4,2 tommu fjölupplýsinga-, LCD litaskjár er í miðju ökumælaklasans. Hann veitir ökumanni nákvæmar og áreið- anlegar upplýsingar um virkni og vinnslu bílsins. Skjárinn sýnir á myndrænan hátt fjölda aðgerða eins og akstursstillingar ALLGRIP kerfisins, G-kraft, aflúttak vélar, snúningsvægi, inngjöf og hemlun, svo fátt eitt sé nefnt. Fjöldi aðgerða til að velja úr tryggir að aksturinn verður ávallt skemmtilegur. Ný sæti með rúmmálsmynstri 5 Glæsilega hönnuð sæti með rúskinnsáklæði að framan og aftan sem tryggja hámarks stuðning og þægindi, jafnt fyrir ökumann og farþega. Ný hönnun á klukku 6 Klukkan er innbyggð í mælaborðið og gefur stjórnrýminu nútímalegt og fágað yfirbragð. 15 1 4 5 6 2 3

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==