SUZUKI VITARA

*Geta einlinsu myndavélarinnar og ratsjárinnar til að greina fyrirstöður, akreinamerkingar og umferðamerki, er takmörkunum háð. Treystið því ekki eingöngu þessum búnaði fyrir öryggi í akstri. Akið ávallt með gát. ** Blindblettsvari er fáanlegur í GL+ með ALLGRIP og GLX útfærslum. 21 Suzuki öryggisstuðningur* Vitara kemur með háþróuðu skynjarakerfi að framan sem styðst við einlinsu myndavél og ratsjá sem fest er í framrúðuna. Einlinsu myndavél greinir afbragðsvel hluti í meðallangri og langri fjarlægð ásamt umferðarþáttum eins og gangandi vegfarendum og akreinamerkingum. Ratsjárskynjarinn greinir afbragðsvel styttri fjarlægðir og hluti að næturlagi. Saman stuðlar þessi tækni að stórauknu öryggi. Blindblettsvari*/** Tveir ratsjárskynjarar á aftanverðum hliðum bílsins stuðla að auknu öryggi við akreinaskipti á yfir 15 km hraða á klst. Þeir greina ökutæki í blindu blettunum eða sem nálgast blindu blettina beggja vegna við bílinn. Þegar ökutæki nálgast eða er í blinda blettinum lýsir LED táknmynd í hliðarspegli þeim megin sem ökutækið er. Ef ökumaður gefur til kynna að hann ætli að skipta um akrein með stefnumerki blikkar LED táknmyndin í speglinum auk og þess aðvörunarljós. Tveggja skynjara hemlastoðkerfi* Vitara styðst við tvo skynjara þegar honum er ekið; einlinsu myndavél og ratsjá sem skera úr um hvort líkur séu á árekstri við annað ökutæki eða gangandi vegfarendur framan við bílinn. Þegar búnaðurinn greinir yfirvofandi hættu á árekstri bregst hann við á eftirfarandi þrjá vegu, háð aðstæðum hverju sinni. Beitir aflmikilli hemlun ef líkur á árekstri aukast enn meir Beitir hemlastoðkerfinu til að auka hemlunarátakið ef líkur á árekstri eru miklar og ökumaður hemlar í skelfingu 1. Aðvörun 2. Hemlastoðkerfi 3. Sjálfvirk hemlun Aðvarar ökumann með hljóðmerki og táknmynd Akreinavari Akreinavaranum er ætlað að geta sér til um stefnu bílsins þegar honum er ekið á 60 km hraða á klst eða hraðar. Hann aðvarar ökumann með ljósmerki (á skjá og með stefnuljósum) og snertingu (titringur í stýri). Akreinastýring Einlinsu myndavélin, sem er innbyggð í framrúðuna, fylgist með akreininni þegar ekið er á 60 km hraða á klst eða hraðar. Þegar kerfið telur líklegt að bíllinn fari yfir á aðra akrein án þess að ökumaður ætli sér það, grípur það með sjálfvirkum hætti inn í atburðarásina og beinir bílnum aftur inn á sína akrein með því að taka yfir stýringu hans í gegnum aflstýriskerfið. Svigakstursvari Svigakstursvarinn grípur inn í þegar ekið er á 60 km hraða á klst eða hraðar. Hann greinir akstursmynstrið og aðvarar ökumann með hljóð- og myndmerki ef bíllinn „rásar“ sökum athyglisskorts ökumanns eða af öðrum orsökum. Umferðarmerkjavari Kerfið styðst við einlinsu myndavélina til þess að fylgjast með umferðarmerkjum á veginum. Þegar það greinir umferðarmerki eins og heimilan hámarkshraða eða bann við akstri, varpar það merkjunum upp á skjáinn í mælaborðinu og bendir þannig öku- manninum á þau umferðarmerki sem urðu nýlega á leið hans. Þegar kerfið greinir mörg umferðarmerki getur það sýnt að há- marki þrjú merki á skjánum hverju sinni. Greinir umferðarskilti áður en farið er framhjá þeim 1. Skynjunarsvið: U.þ.b. 50 m 1. Skynjunarsvæði 1. Skynjunarsvæði 2. 3. Varpar upp umferðarmerkjum eftir að farið er framhjá þeim Skjár Skjár Skjár Hljóð- merki Hljóð- merki Hljóð- merki Mynd- merki Hemlunar- ´átak eykst Sjálfvirk hemlun Ökumaður hemlar Skjár Mynd- merki Skjár Viðvörun Viðvörun Mynd- merki Skjár

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==