SUZUKI VITARA

2 * * Geta einlinsu myndavélarinnar og ratsjárinnar til að greina fyrirstöður, akreinamerkingar og umferðamerki, er takmörkunum háð. Treystið því ekki eingöngu þessum búnaði fyrir öryggi í akstri. Akið ávallt með gát. ** Fjarlægð að næsta ökutæki er breytilegt og ræðst af hraðanum. *** Hraðastillir með aðlögun og Stop & Go hættir að virka og búnaðurinn sleppir hemlum tveimur sekúndum eftir að ökutæki á undan er ekið af stað. Skynjunarsvið: U.þ.b. 20 m Skynjunarsvið: U.þ.b. 20 m Hraðastillir með aðlögun (ACC)* Þegar ekið er á eftir öðru ökutæki viðheldur hraðastillir með aðlögun, ACC, einni af þremur valkvæðum fjarlægðarstillingum að næsta bíl með millimetra- bylgju ratsjártækni.** Þegar vegurinn framundan er auður viðheldur búnaðurinn hraðanum sem ökumaður velur (frá 40 km hraða á klst). Hraðastillir með aðlögun og Stop & Go* (einungis með 6 þrepa sjálfskiptingu) Samhliða hraðastilli með aðlögun aðstoðar Stop & Go búnaðurinn ökumann við hröðun og hemlun með það að markmiði að viðhalda öruggri fjarlægð að næsta ökutæki á undan. Hraðastillir með aðlögun með Stop & Go getur jafnvel stöðvað bílinn með öllu aftan við næsta ökutæki á undan og veitt ökumanni viðbótarstuðning, til dæmis í umferðarteppu.*** Hliðarumferðarvari að aftan* Bíllinn styðst við tvo ratsjárnema á aftanverðum bílnum sem aðvara ökumann við umferð þvert á bílinn þegar honum er bakkað út úr bílastæði á allt að 8 km hraða á klst. Greini búnaðurinn annað ökutæki aðvarar hann ökumann bæði með táknmynd á fjölupplýsingaskjánum og með hljóð- merki. Búnaðurinn auðveldar ökumanni að bakka bílnum af meira öryggi út úr bílastæðum þar sem útsýni beggja vegna bílsins er takmarkað. 23 Bakkmyndavél Bakkmyndavélin sýnir umhverfið fyrir aftan bílinn á skjánum og eykur þannig yfirsýn ökumanns þegar bílnum er bakkað. Bílastæðanemar að framan og aftan Hátíðninemar á stuðurunum greina fyrirstöður og aðvara ökumann með hljóði og táknmynd sem birtist í fjölupplýsingaskjánum. 1. Viðvarandi hraðastýring Ef fjarlægð að næsta ökutæki á undan er næg heldur Vitara völdum hraða stöðugum. 2. Fylgir eftir ökutæki Þegar búnaðurinn greinir ökutæki á undan sem ekið er hægar stillir hann hraða Vitara með sjálfvirkum hætti til þess að viðhalda nægilegri fjarlægð frá ökutækinu sem fylgt er eftir. (Eingöngu fyrir hraðastýringu með Stop & Go) Ef hægt er á ökutækinu á undan og það stöðvað hægir búnaðurinn með sjálfvirkum hætti á Vitara og stöðvar bílinn en viðheldur um leið nægri fjarlægð frá ökutækinu á undan. Sé ökutækinu á undan ekið af stað á ný innan tveggja sekúndna eftir að það hafði stöðvað að fullu fer Vitara af stað og fylgir eftir. Að öðrum kosti aftengist hraðastillingin og ökumaður þarf að stíga á hemilinn til að halda Vitara kyrrstæðum. 3. Hröðunarstýring Ef ökutækinu á undan er vikið af akreininni og næg fjarlægð er að næsta ökutæki á undan hraðar Vitara sér með sjálfvirkum hætti og viðheldur völdum hraða. 80 km/klst 100 km/klst → 80 km/klst 100 km/klst valinn hraði 80 km/klst → 100 km/klst valinn hraði Ökutæki á undan Ökutæki á undan víkur af akreininni 80 km/kist Skynjunarsvæði Skynjunarsvæði Viðvörun Hljóðmerki

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==