SUZUKI VITARA

Ný 1.0 BOOSTERJET vél 1 1.0 BOOSTERJET vél með beinni innsprautun og forþjöppu skilar átaki úr eins lítra slagrými eins og væri úr 1,8 lítra vél án forþjöppu og um leið fyrirmyndar sparneytni. Beina innsprautunin stuðlar jafnt að lágri eldsneytisnotkun og lægra hitastigi í brunahólfum vélarinnar. Forþjappan, sem þrengir samþjöppuðu lofti inn á brunahólfin, framkallar auk þess mikið vélar- átak strax við lágan vélarsnúning. Vélin hentar því vel til notkunar í margbreytilegu aksturs- umhverfi eins og í borginni, í sportlegum akstri eða akstri á vegleysum. Ný 1.4 BOOSTERJET vél 2 Ný og fyrirferðarminni 1,4 l BOOSTERJET vél með beinni innsprautun og forþjöppun skilar Vitara enn meira togi. Forþjappa með millikæli beinir þjöppuðu lofti inn í brunahólfin sem hámarkar tog á lágum vélarsnúningi, eða allt niður í 2.500 snúninga á mínútu. Þessu til viðbótar stýrir afgasventlahlið forþjöppunnar þrýstingi forþjöppunnar með opnun eða lokun á hliðinu sem eykur til muna viðbragðs- hraðann og dregur úr eldsneytisnotkun. Beina innsprautunarkerfið stuðlar svo að enn frekari sparneytni með því að hámarka stýringu á magni, tímasetningu og þrýstingi á eldsneyti sem er sprautað beint inn á brunahólfin. Þessu til viðbótar er soggrein og útblástursgrein með stuttu opi samþætt strokklokinu sem er grunnurinn að hönnun léttrar og fyrirferðarlítillar vélar og meiri hröðun. 5 gíra beinskipting (1.0 BOOSTERJET vél) 3 Gírhlutföllin eru þannig uppsett að það næst jafnt fram meiri sparneytni og afkastageta. Auk þess eru kynntar til sögunnar ýmsar nýjungar sem bæta gírskiptinguna og gera hana mýkri. Aukinn stífleiki gírkassahússins dregur úr hljóðum og titringi. 6 gíra beinskipting (1.4 BOOSTERJET vél) 4 Gírhlutföllin eru þannig uppsett að það næst jafnt fram meiri sparneytni og afkastageta um leið og bætt hefur verið við andvægi í gírkassann sem skapar næmari tilfinningu í gírskiptum. Auk þess hefur stífleiki gírkassahússins verið aukinn sem dregur úr hljóðum og titringi. 6 þrepa sjálfskipting (1.0 og 1.4 BOOSTERJET vélar) 5 6 þrepa sjálfskiptingin býr yfir breiðari gírhlutföllum í öllum gírum sem tryggir fyrirtaks hröðun, einnig úr kyrrstöðu, og stuðlar að aukinni sparneytni í hröðun í þjóðvegaakstri. Flipaskipting (6 þrepa sjálfskipting) 6 Með flipaskiptingunni aftan við stýrið er hægt að skipta um gíra á snöggan og einfaldan hátt og gera aksturinn um leið ánægjulegri og sportlegri eins og með beinskiptum gírkassa. 7 1 2 3 4 5 6

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==