SUZUKI VITARA

Auto stilling Forgangsatriði er sparneytni við dæmigerðar akstursaðstæður en kerfið skiptir yfir í fjórhjóladrif þegar bíllinn missir veggrip. Sport stilling Beinir meira vélarátaki til afturhjólanna og eykur stöðugleika bílsins í beygjum. Breytir eigin- leikum inngjafar og eykur viðbragð frá vél. Snow stilling Kjörin fyrir akstur í snjó, á malarvegum og öðru hálu vegyfirborði. Eykur veggrip við hröðun og stuðlar að auknum stöðugleika. Lock stilling Stillingin beinir meira vélarátaki til afturhjólanna þegar losa þarf bílinn úr festum í snjó, leðju eða sandi. ESP®* og önnur tækni miðar að því að losa bílinn. Bíllinn fer sjálfvirkt úr Lock stillingu í Snow stillingu á yfir 60 km hraða á klst. *ESP® er skráð vörumerki Daimler AG. 9 Hraðastýring niður brekku Þegar mótorbremsan dugar ekki til að hægja á bílnum þegar ekið er niður bratta brekku beitir hraðastýringin hemlum til þess að halda hraða hans niðri. Þetta gerir ökumanni kleift að einbeita sér að því að stýra bílnum. ALLGRIP FJÓRHJÓLADRIF „Ökutæki sem getur tekist á við torfæra vegarslóða og farið þangað sem aðrir bílar komust ekki áður.“ Það var út frá þessu sjónarmiði sem við þróuðum fyrsta fjórhjóladrifna bílinn okkar árið 1970. Síðan hefur fjórhjóladrifstækni okkar tekið miklum framförum og veitir ökumönnum enn ríkari akstursupplifun, ánægju og öryggi. Með ALLGRIP getur Vitara uppfyllt allar þínar þarfir þótt áhugamálin séu mörg. Fjórar akstursstillingar Val er um fjórar akstursstillingar (auto, sport, snow og lock). Þær eru valdar með snúningsrofa í miðjustokknum. Litaskjár með upplýsingum í miðjum ökumælaklasanum sýnir hvaða ALLGRIP akstursstillingu bíllinn er í hverju sinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==