Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 10 Minnkun á afkastaagetu háspennurafgeymisins (með fyrirvara um ákvæði í kafla 2.4.3). Minnkun á afkastagetu háspennurafgeymisins vegna óviðeigandi notkunar, skemmda, slysa eða vegna vatns. Ef viðhalds- og þjónustufresti, sem tilgreindur er af Aiways, hefur ekki verið fylgt, eða ef aðrar viðgerðir hafa ekki verið framkvæmdar á réttum tíma eða í samræmi við forskrift Aiways og gallinn stafar af því. Gallar sem má rekja til ófullnægjandi viðhalds ökutækisins, sérstaklega ef ekki hefur verið fylgt leiðbeiningum varðandi notkun, tíðni reglubundinna skoðana eða viðhalds ökutækisins eins og lýst er í ábyrgðarbæklingnum eða notendahandbókinni. Gallar sem stafa af því að ökutækið er notað í keppnir, kappakstur, rallkeppnir, til að reyna að slá met eða aðrar íþrótta- eða torfærukeppnir. Gallar af völdum eða vegna umferðarslysa eða afleiðinga þeirra. Gallar sem stafa af eða tengjast loftmengun, trjákvoðu, úrgangi frá dýrum eins og fugladriti eða vegna kemískra efna. Gallar sem eru beint eða óbeint vegna uppsetningar aukahluta (til dæmis fjöðrunarbúnaðar eða skreytinga) í ökutækið sem ekki eru hluti af upprunalegum fylgihlutum eða ef ökutækinu hefur verið breytt á einhvern þann hátt sem Aiways samþykkir ekki. Gallar sem stafa af atburðum sem eru ekki á valdi Aiways, þar á meðal en ekki takmarkað við: Eldingar, eldsvoða, flóð, jarðskjálfta, stríð, hryðjuverk, borgaraleg mótmæli, skemmdarverk og árásir.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==