Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók
11 2.4. ÁKVÆÐI UM FRAMKVÆMD ÁBYRGÐARVIÐGERÐAR 1. ÁBYRGÐARVIÐGERÐ Hafðu samband við þjónustuaðila Aiways ef bilun kemur upp í bílnum þínum á ábyrgðartímanum. Yfirlit fyrir þjónustuaðila Aiways er að finna hér: www.vatt.is Vinsamlegast hafðu meðferðis Ábyrgðar- og þjónustubók ökutækisins í fyrstu heimsókn þinni til þjónustuaðila Aiways. 2. ÖRYGGISBÚNAÐUR Til að tryggja öryggi ökutækisins verður að skipta um forstrekkjara fyrir öryggisbeltin og loftpúðakerfið innan tíu ára frá framleiðsludegi. Mælt er með því að þessi vinna sé framkvæmd af þjónustuaðila Aiways. Vinsamlega geymdu viðeigandi skjöl hafi verið skipt um viðkomandi íhluti fyrir þennan tíma. Framangreint í kafla 2.5.2 er einungis til upplýsingar og hefur ekki áhrif á ábyrgðina. 3. SÉRSTÖK ÁBYRGÐ Á HÁSPENNURAFGEYMINUM Ábyrgð á háspennurafgeyminum gildir í 8 ár eða 150.000 km eftir því hvort kemur á undan. Til viðbótar við ábyrgð á efnis- eða framleiðslugöllum á háspennurafgeyminum er einnig tryggt að hleðslugeta hans fari ekki undir 75% á ábyrgðartímabilinu (með fyrirvara um undantekningar sem greint er frá í kafla 2.4). Við samþykkt ábyrgðarkröfu vegna háspennurafgeymis verður settur annar rafgeymir í bílinn sem er
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==