Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 4 1. KYNNING LEIÐBEININGAR UM HVERNIG NOTA SKAL ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUBÓK AIWAYS Ábyrgðar- og viðhaldshandbók Aiways er ætluð fyrir Aiways ökutækið þitt. Vinsamlegast hafðu bókina ávallt tiltæka í ökutækinu, einnig ef þú selur það. Ábyrgðarbókin inniheldur sérstaka skilmála verksmiðjuábyrgðar AIWAYS Automobile Europe GmbH, (manufacturer guarantee - “Herstellergarantie”) sem er viðbót við lögbundna ábyrgð samkvæmt kaup- samningi þínum við Aiways eða við hvern þann viðurkennda söluaðila Aiways sem þú keyptir ökutækið af. Ef ábyrgðarbókin stangast á við gildandi lög hafa gildandi lög forgang. Vinsamlegast hafðu alltaf ábyrgðarbókina með þér þegar þú kemur með bílinn í viðhaldsþjónustu. Til að við- halda gæðum bílsins og ábyrgðarskilmálum er nauðsynlegt að láta framkvæma reglubundið eftirlit samkvæmt þjónustubók bílsins, hjá viðurkenndum Aiways þjónustuaðila. Í ábyrgðarbókinni eru allar þjónustuskoðanir fyrir ökutæki þitt skráðar (sjá kafla 6 hér að neðan). Rétt skráðar þjónustuskoðanir eru skilyrði þess að hægt sé að fara fram á bætur samkvæmt ábyrgðarskilmálum og að öll þjónusta og viðhald hafi verið í samræmi við forskriftir Aiways fyrir ökutækið. Þetta er líka þér til hagsbóta þegar þú vilt selja ökutækið. Vinsamlegast notaðu ökutækið, haltu því við og sinntu viðhaldi þess eins og mælt er fyrir um í notkunarleið- beiningum og ábyrgðarbæklingnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==