Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 6 2.2.2. UNDANTEKNINGAR Aiways áskilur sér rétt til að kanna forsendur bótakrafna og hafna þeim ef í ljós kemur að þeir stafa af rangri notkun eða ytri ástæðum sem ekki verða raktar til gæðakrafna eða framleiðsluferla á ökutækinu og íhlutum þess eða í tengslum við önnur frávik frá ábyrgðinni eins og lýst er í kafla 2.4. Ábyrgðin nær ekki til eftirfarandi hluta ökutækisins: Hemladiskar og hemlaklossar Hjólbarðar Þurrkublöð og gúmmí 12 V rafgeymir Miðstövarsía Ljósaperur Öryggi og hefðbundnir rafliðar Innri og ytri skrautlistar, listar, þéttilistar Áklæði á sætum og sætisbökum Gólfefni Brotnar rúður (vegna utanaðkomandi áhrifa) Hiti í rúðum (vegna skemmda) Rafhlöður í fjarstýringar Höggdeyfar Til glöggvunar og í samhengi við lið 3: Samkvæmt ábyrgðinni skiptir Aiways einungis út eða gerir við galla í varahlutum en skiptir þeim ekki út eða gerir við þá vegna almenns slits. Reglubundin þjónusta og viðhald fellur ekki undir ábyrgðina á ökutækinu. Aiways ber ekki ábyrgð, umfram það sem kemur fram í þessari þjónustubók, á viðbótar skuldbindingum sem stofnað er til af öðru fyrirtæki eða einstaklingi sem hafa selt þér vöru. Alla galla á varahlutum verður að tilkynna til Aiways þjónustuaðila um leið og þeir uppgötvast.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==