Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 8 2. ÁBYRGÐARTÍMABIL UPPRUNALEGRA AIWAYS VARAHLUTA Aiways skiptir út eða gerir við gallaða, upprunalega varahluti Aiways sem bila við venjulega notkun („upprunalegir varahlutir“). Ábyrgð á upprunalegum varahlutum er háð eftirfarandi skilyrðum: Upprunalegu varahlutirnir eru keyptir og settir upp í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og notaðir við venjulegar aðstæður. Áður en ábyrgðarbeiðni um upprunalegan Aiways varahlut er lögð fram er nauðsynlegt að tryggja að hinn gallaði varahlutur sé í eins upprunalegu ástandi í bílnum og hægt er. Ábyrgð á upprunalegum Aiways varahlutum Varahlutir Varahlutir sem ekki eru undanskildir 2 ár í kafla 2.2.2 hér að ofan Helstu einingar Háspennurafgeymir, drifmótor, 2 ár stjórneining fyrir háspennudrifmótor Umfang ábyrgðar af upprunalegum varahlutum er takmörkuð við þá varahluti sem eru sérsniðnir að hinu upprunalega ökutæki, (þ.e.a.s. ábyrgðin nær ekki til allra gerða olíu eða smurolíu, verkfæra o.s.frv.). Ábyrgð á upprunalegum Aiways varahlutum gildir frá kaupdegi viðkomandi varahluts og gildir í ákveðinn tíma eða kílómetrafjölda sem tilgreindur er hér að ofan, eftir því hvort kemur á undan ( „Ábyrgðartímabil fyrir upprunalega varahluti” ).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==