Aiways - Ábyrðgar- og þjónustubók

9 Ábyrgðartímabilið viðhelst óbreytt en hefst ekki að nýju fyrir þá hluti sem Aiways hefur skipt út samkvæmt ábyrgðarskilmálum. Til að taka af allan vafa: Kaup á upprunalegum varahlut frá Aiways þjónustuaðila í kjölfar kaups á ökutækinu leiðir ekki til framlengingar á ábyrgðartímabilinu. 2.3. HLUTIR OG VANDAMÁL SEM EKKI FALLA UNDIR ÁBYRGÐINA Ábyrgðin nær ekki til viðgerða eða endurnýjunar, tjóns eða annarra skaðlegra afleiðinga af völdum eða sem tengjast óviðeigandi notkun á ökutækinu eða íhlutum ökutæksins (Gallar) með tilliti til eftirfarandi þátta og/eða eftirfarandi aðstæðna: Óbeinar afleiðingar af hugsanlegri bilun (þar á meðal en ekki takmarkað við viðskiptalegt tap, töf á notkun ökutækisins). Þegar þú (eða einstaklingur á þínum vegum) hefur gert breytingar á ökutækinu eftir afhendingu þess án samþykkis Aiways, þar á meðal afleiðingar (þ.á m. en ekki takmarkað við skemmdir, ótímabært slit) af þess háttar breytingum á öðrum hlutum eða íhlutum ökutækisins eða tæknilegri forskrift ökutækisins. Ef bilunin stafar af því að réttu hleðsluferli er ekki fylgt eða hleðslubúnaður notaður sem er ekki í samræmi við staðalinn sem lýst er í notendahandbókinni.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==