Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók
Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 10 ÁBYRGÐ Á HJÓLBÖRÐUM Hjólbarðar sem koma með BYD ökutækjum eru í ábyrgð hjá viðkomandi hjólbarðaframleiðanda og fulltrúa þeirra í Noregi. Hafðu samt fyrst samband við þinn BYD söluaðila lendir þú í vandræðum með hjólbarða. ÁBYRGÐ Á LAKKI Lakk á BYD er í 5 ára ábyrgð frá því að ökutæki var tekið í notkun eða var skráð í fyrsta sinn (hvort sem kemur fyrst), gagnvart yfirborðstæringu og lakkskemmdum sem rekja má til efnisnotkunar eða framleiðslugalla. Með yfirborðstæringu er átt við tæringu á hluta af lökkuðum eða krómhúðuðum/gljáandi flötum yfirbyggingarinnar án þess að gegnumtæring/götun verði. Með lakkskemmdum er átt við galla eða skemmdir sem geta valdið tæringu eða hafa komið fram í formi aflitunar og/eða blöðrumyndunar. Ábyrgðin nær ekki til lakkskemmda af völdum utanaðkomandi þátta, eins og steinkasts, rispa, úrkomu í lofti (efni, laufblöð, fræ, súrt regn, fugladrit o.s.frv.), hagls, vatns, flóðs, storms, eldinga, jarðskjálfta eða annarra ytri þátta. Ábyrgðin nær ekki heldur til lakkskemmda vegna endurbyggingar ökutækisins, viðgerðum sem ekki hefur verið sinnt, skorti á bónun á lakki og almennu viðhaldi ásamt tjóni sem verður í bílþvottastöðvum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==