Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók
11 5. RYÐVARNARÁBYRGÐ Verði gegnumtæring í upprunalegum hlutum yfirbyggingarinnar innan 5 ára frá því ökutækið var fyrst skráð, (að undanskildu hleðslugólfi/gólfi), ábyrgist BYD að gert verður við hlutinn/hlutina eða þeim skipt út á þjónustuverkstæði BYD án kostnaðar fyrir eiganda. Til þess að ryðvarnarábyrgðin haldi gildi sínu gilda eftirfarandi skilyrði og undantekningar: - Skoðun með tilliti til ryðvarnarábyrgðar verður að hafa farið fram eins og framleiðandi hefur mælt fyrir um. Skoðunina framkvæmir umboðið en þjónustuverkstæðið getur farið fram á greiðslu fyrir nauðsynleg þrif til að skoðunin geti farið fram. Skemmdir sem koma í ljós við skoðunina og ekki má rekja til tæringar innan frá skulu lagfærðar á kostnað viðskiptavinar. Sama á við um skemmdir og eðlilegt slit á ryðvarnarmeðferð. Skoðunin skal fara fram árlega og á eftirfarandi tímabilum: 1. Skoðun fer fram 11-12 mánuðum eftir að ábyrgðin tekur gildi. 2. Seinni skoðun skal fara fram í sama mánuði og ökutækið var nýskráð með 1mánaðar fráviki til eða frá. Skoðun skal framkvæmd árlega svo lengi sem ábyrgðin er í gildi. - Framkvæma skal allt venjubundið viðhald og standa vel að umhirðu yfirbyggingarinnar til að vinna gegn ryðmyndun, svo sem þvo ökutækið og bóna o.s.frv. eins og lýst er í notendahandbókinni. - Aðrar ryðskemmdir en gegnumtæring á upprunalegum hlutum yfirbyggingarinnar falla ekki undir ábyrgðina.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==