Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 26 9. SAMANTEKT YFIR ÁBYRGÐAR-/ENDURKRÖFUÁKVÆÐI - Skilyrði fyrir því að ábyrgð falli ekki niður á BYD er að allt tilskilið viðhald sé framkvæmt samkvæmt forskrift verksmiðjunnar/RSA af viðurkenndu þjónustuverkstæði BYD. Kvitta skal fyrir alla verkþætti og stimpla á þar til gerða reiti í bæklingnum. Það er á ábyrgð eiganda að þetta sé gert. - ökutækið er í ábyrgð svo framarlega sem þjónusta og viðhald er gert samkvæmt því sem lýst er í Ábyrgðar- og þjónustubókinni og samkvæmt leiðbeiningum. - Allar ábyrgðarkröfur eða kvartanir skulu berast þjónustuverkstæði BYD innan hæfilegs tíma (60 daga) eftir að kaupandi uppgötvar gallann eða hefði átt að uppgötva hann. - Ábyrgðin nær ekki til galla/tjóns vegna þjófnaðar, slysa (utanaðkomandi þátta), vanrækslu eða annarra óábyrgra aðgerða. Seljandi/þjónustuverkstæði metur í hverju einstöku tilviki hvort rekja megi galla/tjón til rangrar notkunar á bílnum. - Ábyrgðin nær ekki til ryðskemmda sem orsakast af vegsalti, vanrækslu á þrifum/bónun eða öðru sem rekja má til vanrækslu á tilskildu viðhaldi. - Frávikin innan tilskilins viðhaldstímabils/þjónustu má ekki vera meira en 10% af tilgreindu þjónustutímabili í hvora áttina sem er. (Hafðu samband við næsta þjónustuverkstæði til að fá upplýsingar um rétt þjónustutímabil fyrir þína bílgerð) . - Ábyrgðin nær ekki til skemmda af völdum steinkasts, rispa, dælda og þess háttar. - Ábyrgðin bætir ekki tjón sem ökutækjatryggingar bæta, (ábyrgð, kaskó og sjálfsábyrgð).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==