Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók
27 - Ábyrgðin nær ekki til afleiddra tjóna af völdum galla sem eigandi/notandi hefði átt að uppgötva innan hæfilegs tíma og/eða galla sem seljanda/þjónustuverkstæði hefur ekki verið tilkynnt um án tafar. BYD Automotive Co og RSA áskilja sér rétt til að gera breytingar á framleiðslu eða búnaði hvenær sem er án þess að breytingar nái til ökutækja sem þegar hafa verið afhent. VIÐHALD, VIÐHALDSTÍMABIL OG VAL Á VERKSTÆÐI Til að tryggja að ökutækið þitt fái viðhaldsþjónustu samkvæmt forskrift framleiðanda, fái nýjustu hugbúnaðaruppfærslur og að fyllsta öryggis sé gætt skaltu ávallt nýta þér þjónustuverkstæði BYD. Þjónustuverkstæðin hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum og búa yfir reynslu sem getur skipt sköpum fyrir öryggi ökutækisins og rétt viðhald á ökutækinu þínu. Þegar viðhaldsþjónusta hefur verið framkvæmd átt þú að fá afrit á verkstæðinu af viðhaldsáætluninni með lýsingu á því sem hefur verið framkvæmt. Reglubundin viðhaldsþjónusta sem framleiðandi mælir fyrir um, skal framkvæmd á þeim tímabilum sem greint er frá í kafla 7 og annars staðar í þessum bæklingi. Jafnvel þótt þú akir ekki nema örfáa km á hverju ári þarf að þjónusta ökutækið að minnsta kosti einu sinni á ári. Ástæðan er sú að pakkningar, þéttingar, gúmmíslöngur, olíur, ýmsir vökvar o.s.frv. skemmast í tímans rás. Auk þess er sérstaklega mikilvægt að hreinsa og smyrja hemla og skoða á hverju ári. Við óskum þér til hamingju með BYD og vonum að hann standi undir væntingum þínum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==