Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 6 2. GÆÐI OG VIÐHALD GÆÐAEFTIRLIT BYD ökutækið þitt var framleidd samkvæmt alþjóðlegu viðurkenndu gæðakerfi með stöðugri skoðun og eftirliti til að tryggja að ökutækið sé í besta hugsanlega ástandi þegar það fer frá verksmiðjunni. Síðasta skrefið í gæðaeftirlitinu er í höndum söluaðila BYD sem standsetur ökutækið og skoðar áður en þú færð það afhent. Eftirlit sem þetta er framkvæmt til þess að tryggja að ökutækið sé í óaðfinnanlegu ástandi þegar það er afhent viðskiptavini og til þess að fjarlægja af því efni sem eru sett á ökutækið í verksmiðjunni til að verja það. Þú getur lagt þitt af mörkum til að viðhalda þessum háu gæðum með því að sjá til þess að ökutækið njóti tilskilins viðhalds hjá viðurkenndum þjónustuaðilum BYD. VIÐHALDSÁÆTLANIR Í notendahandbók ökutækisins undir kaflanum um viðhald er að finna viðhaldsáætlanir framleiðandans fyrir þína gerð BYD rafbíls. Athugið að sérstök viðhaldsáætlun gæti verið nauðsynleg fyrir norrænar aðstæður. Hafið því ávallt samband við viðurkenndan sölu-/þjónustuaðila BYD til að láta hann framkvæma þá viðhaldsþjónustu sem mælt er með. BYD þjónustuverkstæðið þitt hefur alltaf aðgang að nýjustu uppfærslum og réttu viðhaldsáætluninni fyrir ökutækið þitt. Þessum áætlunum verður að fylgja til að tryggja hámarksvirkni ökutækisins. Sjá einnig kafla 6 í þessum bæklingi. Ábyrgðar- og þjónustubókin inniheldur nánari, mikilvægar upplýsingar um almennt viðhald ökutækisins og að hverju þurfi að huga þegar ný árstíð gengur í garð. Ef þú skilur ekki til fulls upplýsingarnar í notendahandbókinni mun sölu-/þjónustuaðili BYD aðstoða þig með ánægju.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==