Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

7 3. ÁBYRGÐ OG UMBOÐ BYD rafbílar eru knúnir afkastamiklum rafhlöðum. Viðhaldsþjónusta og ábyrgðarvinna á ökutækinu krefst viðurkenndrar sérfræðiþekkingar. Hafið einungis samband við viðurkenndan sölu-/þjónustuaðila BYD til að láta framkvæma þá vinnu. Viðurkenndur þjónustuaðili BYD býr yfir nauðsynlegri sérfræðiþekkingu og leyfi til að þjónusta rafbílinn þinn á öruggan hátt og veitir þér um leið bestu hugsanlega þjónustu. Hafðu þessa Ábyrgðar- og þjónustubók ávallt með í för því hún inniheldur skráningu á fyrri viðhaldsvinnu og gæti veitt þér rétt á ábyrgðarvinnu BYD síðar meir. Auk þess ættir þú að hafa einnig með aðrar upplýsingar um ökutækið eins og t.d. skráningarskírteini. Öll viðurkennd þjónustuverkstæði BYD geta tekið að sér ábyrgðarviðgerðir, einnig í öðrum löndum. Vegna þess að ökutækin geta verið mismunandi að gerð eftir löndum þá getur tíminn sem tekur að veita þjónustuna verið breytilegur. Þú gætir átt á hættu að vera krafinn um greiðslu fyrir viðgerðina (til dæmis ef þú hefur ekki meðferðis Ábyrgðar- og þjónustubókina sem sannar að þú átt rétt á ábyrgðarviðgerð) og/eða ef ökutækið er eldri en 3ja ára. Í þeim tilfellum þarf að skoða sérstaklega reikninga fyrir unnin verk. Biðjið þjónustuverkstæðið um að gera greinargóða lýsingu á vandamálinu, leggja fram lista með varahlutanúmerum þeirra varahluta sem skipt er um. Ef þú hefur samband við þjónustuverkstæði BYD í Noregi síðar, (á við um nýja bíla sem RSA selur í Noregi), mun það í samráði við innflytjanda ökutækisins ákvarða hvaða bætur þú átt rétt á. 4. ÁBYRGÐ BYD Á NÝJU ÖKUTÆKI BYD Auto Industry Company Limited, RSA, og seljandi ökutækisins ábyrgist að nýr BYD sem þú hefur keypt er framleiddur í samræmi við staðla verksmiðjunnar og að ökutækið standsett og yfirfarið áður en það er afhent. Komi í ljós galli í einhverjum hlutum ökutækisins innan ábyrgðartímans sem rekja má til efnis- eða framleiðslugalla

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==