Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók
Á B Y R G ÐA R - O G Þ J Ó N U S T U B Ó K 8 verður gert við hlutinn eða honum skipt út á þjónustuverkstæði BYD án þess að kostnaður vegna vinnu og/eða efnis lendi á eiganda ökutækisins. *Ábyrgðartímabilið er 60 mánuðir (5 ár) eða 100.000 km (eftir því hvort kemur fyrst) frá þeim degi sem ökutækið var nýskráð. *Ábyrgðartímabil fyrir háspennurafhlöðuna gæti verið lengra. Kannaðu hjá söluaðila hvað á við í þínu tilfelli. *Gildir um ökutæki sem RSA flutti inn til Noregs og voru nýskráðir eftir 1. október 2020. Að auki gildir Ábyrgðar- og þjónustubókin yfir þau ökutæki sem viðurkenndir söluaðilar RSA hafa selt í gegnum sölunet RSA/söluumboð á Norðurlöndunum. Fyrir önnur ökutæki sem RSA hefur selt og eru fluttir út frá Noregi og Norðurlöndunum, gildir verksmiðjuábyrgð í hverju landi fyrir sig. Athugið að í sumum öðrum löndum gæti ábyrgðin fallið alveg niður. Ábyrgðin takmarkast við viðgerð eða endurnýjun á gölluðum hlutum vegna framleiðslugalla, sem er framkvæmd af viðurkenndu þjónustuverkstæði BYD eða innflytjanda á starfsstöð hans. Ábyrgðin nær ekki til dráttarkostnaðar, flutning ökutækis á verkstæði, leigubílakostnaðar, veggjalda, matar- og gistikostnaðar eða kostnaðar við flutning ökutækis til baka að lokinni viðgerð. (Samkomulag um slíkt fyrirkomulag þarf að gera áður við söluaðila RSA). Ábyrgðin nær ekki til sviptingar, rekstrartjóns, skaða sem fólk verður fyrir, eignatjón eða annars konar afleiddra tjóna. Allir hlutir í ábyrgð sem skipt er um eru eign RSA. *Ábyrgðin rýrir ekki réttindi sem eigandinn hefur samkvæmt lögum um lausafjárkaup. Sjá einnig kafla 9 í þessum bæklingi, samantekt ábyrgðar- og endurkröfuákvæða. Fyrir önnur Norðurlönd gilda lög hvers lands í samræmi við kaup og sölu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==