Byd - Ábyrgðar- og þjónustubók

9 SKILYRÐI ÞESS AÐ ÁBYRGÐIN HALDIST Í GILDI ERU: - Ökutækið sé notað í samræmi við leiðbeiningar í notendahandbók og haldið við í samræmi við viðhaldsáætlanir framleiðanda/RSA. ATH! Athugið að bil á milli viðhaldsþjónustu fyrir Norðurlönd er að hámarki eitt ár. ÁBYRGÐARTÍMABILIÐ FYRIR EFTIRFARANDI ÍHLUTI TAKMARKAST AF 24 MÁNUÐUM (2 ÁRUM) EFTIR NÝSKRÁNINGU ÖKUTÆKISINS, EÐA 100.000 KM, HVORT SEM KEMUR FYRR: - 12V rafgeymir. - Hafi loftkælikerfið verið tæmt eða fyllt kælivökva í tengslum við ábyrgðarviðgerð, skal tryggt að nauðsynleg áfylling kælivökva dugi í 24 mánuði eða 100.000 km, eftir því hvort kemur fyrr. - Viðhald á ökutæki má ekki vanrækja, né misnota það, ofhlaða, endurbyggja eða nota í keppnir eða í hraðakstri. - Ábyrgðin nær ekki til íhluta sem ekki eru framleiddir af BYD, eða til galla sem rekja má til notkunar íhluta sem ekki hafa verið afhentir af eða viðurkenndir af BYD. - Ábyrgðin nær ekki til venjulegs slits á hlutum eins og hjólbörðum, þurrkublöðum, hemlahlutum, rekstrarvörum og þjónustuvörum eins og síum, kertum, ljósaperum, drifreimum, olíum og vökva og öðru sem verður fyrir náttúrulegu sliti og utanaðkomandi áhrifum. - Síðar uppsettur aukabúnaður. Ábyrgðarákvæði framleiðanda/birgja gilda hér. Nema annað sé tekið fram er ábyrgðartíminn 1 ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==