MAXUS Þjónustubók
6. MAXUS viðhaldsáætlun. Hlutverk MAXUS viðhaldsáætlunarinnar er að tryggja að bílnum sé haldið við með reglubundum hætti með ráðlögðu millibili og á öruggan hátt svo tæknilegu ástandi hans sé viðhaldið. Almenna lýsingu á daglegu viðhaldi sem notandinn framkvæmir er að finna í eigandahandbók bílsins. ATH! Nákvæma viðhaldsáætlun sem gildir fyrir bílinn þinn þegar hann er notaður á Íslandi og Skandinavíu, er hægt að nálgast með því að hafa samband við næsta viðurkennda MAXUS verkstæði. Í kafla 7 í þjónustubæklingnum eru fráteknar síður fyrir skráningu á viðhaldsþjónustu sem mælt er fyrir um og framkvæmd hefur verið. Framkvæmt viðhald (þjónusta) skal skrá í sérstaka reiti í bæklinginn. Verkið skal staðfesta með stimpli og undirskrift MAXUS verkstæðis strax að verki loknu. Reglulegt viðhald á bílnum er mikilvægt fyrir öryggi þitt, endingu bílsins og til þess að viðhalda MAXUS ábyrgð. Gætið þess að vanrækja ekki viðhald bílsins. Daglegt viðhald. Ásamt reglubundnu viðhaldi (þjónustu), sem mælt er fyrir um af verksmiðjunni, ættir þú að framkvæma daglega skoðun til að ganga úr skugga um að bíllinn sé í góðu ástandi. Með því getur þú einnig uppgötvað hugsanlega galla og látið lagfæra þá áður en þeir verða að vandamáli sem geta leitt til þess að bíllinn verði óökufær. Dæmi um og lýsingu á daglegri skoðun er að finna í eigandahandbókinni. Varúð! Uppgötvir þú galla við daglega skoðun ættir þú að láta laga þá eins fljótt og auðið er á viðurkenndu MAXUS verkstæði/umboði. Það getur aukið öryggi þitt. 12V blýrafgeymir. Auk háspennurafgeymisins er MAXUS einnig með hefðbundinn 12V blýrafgeymi (í vélarrýminu). Þessi rafgeymir veitir orku til rafeindabúnaðar og annars hefðbundins búnaðar eins og ljósa, útvarps, ræsibúnaðar, bílflautu, læsinga, hleðslubúnaðar fyrir háspennurafgeymi, eftirlitsbúnaðar og fleiri þátta. 11 6. MAXUS viðhaldsáætlun
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==