MAXUS Þjónustubók

9. Ábyrgð/endurkröfur yfirlit. - Forsenda þess að ábyrgðir á MAXUS haldist í gildi er að allt viðhald á bílnum, sem mælt er fyrir um, sé í samræmi við lýsingu verksmiðjunnar / RSA og sé framkvæmt af viðurkenndu MAXUS verkstæði. Skrifa skal upp á viðhaldsvinnu og stimpla á þar til gerðu svæði í þessum bæklingi. Það er á ábyrgð eigandans að þessi vinna sé skráð. - Bíllinn er í ábyrgð svo framarlega sem staðið er að þjónustu og viðhaldi hans í samræmi við það sem lýst er í eigandahandbók/leiðbeiningum umboðsaðila og lýst er og vottað í þessum bæklingi. - Allar kröfur í tengslum við ábyrgð/endurkröfur verða að berast til MAXUS verkstæðis innan hæfilegs tíma (60 daga) og án ástæðulauss dráttar eftir að kaupandi uppgötvar gallann eða hefði átt að uppgötva hann. - Ábyrgðin nær ekki til galla/tjóns af völdum þjófnaðar, slysa (utanaðkomandi áhrifa), vanrækslu eða annarrar óábyrgrar notkunar. Seljandi/verkstæði mun í hverju tilviki meta hvort röng notkun af þessu tagi geti verið orsök galla/tjóns. - Ábyrgðin nær ekki til ryðskemmda af völdum salts á vegum, vanrækslu við þrif og bónun eða öðru sem rekja má til þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt eins og mælt er fyrir um. - Viðhald (þjónusta) sem mælt er fyrir um skal framkvæma innan ± 10% af uppgefnu þjónustutímabili. (Hafðu samband við verkstæðið þitt til að fá upplýsingar um rétt þjónustutímabili fyrir bílgerðina þína). - Ábyrgðin nær ekki til skemmda vegna steinkasts, rispa, dælda og þess háttar. - Ábyrgðin nær ekki til tjóna sem falla undir lögboðna ábyrgðartryggingu ökutækja (bótaskyldu, kaskótryggingu, sjálfstryggingu). - Ábyrgðin nær ekki til afleiddra tjóna af völdum galla sem eigandi/notandi hefði átt að uppgötva innan hæfilegs tíma og/eða galla sem seljanda/verkstæði var ekki tilkynnt tafarlaust um. SAIC MAXUS Automotive Co og RSA áskilja sér rétt til að gera breytingar á smíði eða búnaði hvenær sem er án þess að vera skuldbundnir til þess að gera það á áður afhentum bílum. 22 9. Ábyrgð/endurkröfur yfirlit

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==