MAXUS Þjónustubók
Viðhald, þjónustutímabil og val á verkstæði. Skiptið ávallt við MAXUS verkstæði til að tryggja að bílnum sé viðhaldið samkvæmt forskrift verksmiðjunnar, hafi nýjustu hugbúnaðaruppfærslur til þess að gæta fyllsta öryggis. MAXUS verkstæði hafa ávallt aðgang að nýjustu upplýsingum og búa yfir reynslu sem er mikilvæg með tilliti til nauðsynlegs öryggis og rétts viðhalds á bílnum. Verkstæðið á að afhenda þér rétt afrit af viðhaldsáætluninni með upplýsingum um hvaða þætti hefur verið farið yfir þegar það hefur lokið viðhaldsþjónustu. Reglubundið viðhald (þjónusta), sem mælt er fyrir um frá verksmiðju, verður að framkvæma á bílnum þínum á því þjónustutímabili sem minnst er á í kafla 7 og hugsanlega annars staðar í þessum bæklingi. Þjónusta þarf bílinn að minnsta kosti einu sinni á ári jafnvel þótt honum sé lítið ekið. Ástæðan er sú að það á sér stað stöðug uppfærsla hugbúnaðar hans og náttúrulegt slit á þéttingum, innsiglum, gúmmíslöngum, olíu, vökva og þess háttar. Að auki er sérstaklega mikilvægt að athuga og þrífa hemlabúnað, smyrja bílinn og skoða hann á hverju ári. Við óskum þér til hamingju og vonum að þú verðir ánægður með Maxus. 23 9. Ábyrgð/endurkröfur yfirlit
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==