MAXUS Þjónustubók
2. Gæði og viðhald. Gæðaeftirlit. Þinn MAXUS var framleiddur samkvæmt alþjóðalega viðurkenndu gæðakerfi undir stöðugu eftirliti og stjórnun sem tryggir að hann var í besta mögulega ástandi þegar hann fór frá verksmiðju. Síðasta liðurinn í gæðaeftirlitinu var framkvæmdur af söluaðila MAXUS sem sinnti standsetningu og afhendingarferli áður en þú tókst við bílnum. Tilgangur þessa ferlis er að tryggja að bíllinn sé í besta mögulega ástandi og að fjarlægja verndarfilmur sem settar eru á hann í verksmiðju til að verja hann fyrir hnjaski þar til hann er afhentur viðskiptavini. Þú getur stuðlað að því að áframhaldandi gæðum bílsins með því að sjá til þess að bíllinn fái þá viðhaldsþjónustu sem mælt er fyrir um hjá viðurkenndu MAXUS verkstæði. Viðhaldsáætlanir. Undir kaflaheitinu viðhaldsþjónusta í eigandahandbókinni er að finna viðhaldsáætlanir frá framleiðanda sem mælt er fyrir um fyrir MAXUS rafbílinn þinn. Athugið að sérstök viðhaldsáætlun getur verið nauðsynleg fyrir norðlægar slóðir. Hafðu þess vegna samband við viðurkenndan sölu- eða þjónustuaðila MAXUS til að tryggja að bíllinn fái viðhaldsþjónustu af réttu tagi. MAXUS verkstæðið hefur ávallt aðgang nýjustu upplýsingum um réttu viðhaldsþjónustuna fyrir þinn bíl. Viðhaldsáætlununum skal fylgja til þess að tryggja hámarks virkni ökutækisins. Sjá einnig kafla 6 í þessum bæklingi. Eigandahandbókin inniheldur enn frekari og mikilvægar upplýsingar um almennt viðhald og undirbúning bílsins fyrir árstíðaskipti. Söluaðili MAXUS eða verkstæði er tilbúið að veita aðstoð ef einhver atriði í eigandahandbókinni eru ekki skýr. 4 2. Gæði og viðhald
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==