MAXUS Þjónustubók

3. Ábyrgð og söluaðili. MAXUS rafbílar fá orkuna frá háspennurafgeymi. Viðhald og ábyrgðarviðgerðir á bílunum útheimta viðurkennda sérfræðiþekkingu. Hafið því eingöngu samband við viðurkenndan MAXUS söluaðila eða verkstæði þegar framkvæma þarf viðgerðir eða viðhald. Viðurkennt MAXUS verkstæði býr yfir nauðsynlegri færni og réttindum til að þjónusta ökutæki þitt með öruggum hætti og þar með veita þér bestu hugsanlegu þjónustu. Hafðu þennan bækling meðferðis næst þegar bíllinn er þjónustaður því hann veitir yfirlit yfir fyrri viðhaldsþjónustu. Bæklingurinn sýnir einnig ef þú átt rétt á MAXUS ábyrgðaviðgerðum ef á þeim þarf að halda. Því til viðbótar skaltu hafa aðrar tengdar upplýsingar um bílinn meðferðis (til dæmis skráningarskírteini). Sérhvert viðurkennt MAXUS verkstæði framkvæmir ábyrgðarviðgerðir, einnig í öðrum löndum. Þar sem búnaður sem fylgir bílum getur verið breytilegur eftir löndum getur viðgerðartími verið mismunandi langur. Svo gæti farið að að greiða þurfi fyrir viðgerðina (til dæmis ef þú hefur ekki haft meðferðis ábyrgðarbæklinginn til sönnunar á rétti þínum til ábyrgðarviðgerðar), og/eða ef bíllinn er eldri en þriggja ára. Í slíkum tilvikum þarf að fara gaumgæfilega yfir reikninginn yfir framkvæmdar viðgerðir. Biðjið verkstæðið um að lýsa með skýrum hætti hvert vandamálið var og leggja fram lista yfir þá varahluti sem skipt var út fyrir nýja. Ef þú hefur síðar samband við viðurkennt MAXUS verkstæði á Íslandi (gildir um bíla sem seldir eru nýir af RSA á Íslandi) mun það, í samráði við innflytjanda bílsins, ákvarða hvort þú eigir rétt á bótum. 5 3. Ábyrgð og söluaðili

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==