MAXUS Þjónustubók

4. MAXUS ábyrgð á nýjum bílum. SAIC MAXUS Automotive Co. Ltd products, RSA, og umboðsaðili tryggja það að nýr MAXUS er framleiddur í samræmi við viðmið verksmiðjunnar og að hann er standsettur og yfirfarinn fyrir afhendingu. Komi í ljós efnis- eða framleiðslugallar í einhverjum hlutum bílsins innan ábyrgðartímabilsins verða hlutirnir lagfærðir eða skipt út fyrir nýja af MAXUS verkstæði án þess að eigandi þurfi að bera kostnað af varahlutum eða vinnu. *Ábyrgðartímabilið er þrjátíu og sex mánuðir (3 ár) eða 100.000 km (það sem kemur fyrst) frá þeim degi sem bíllinn er nýskráður í fyrsta sinn. Sé bíllinn ekki þjónustaður samkvæmt þjónustuáætlun RSA gildir ábyrgðin eins lengi og lög kveða í hverju landi. *Hugsanlegt er að ábyrgðartími á háspennurafgeymi sé lengri, leitaðu upplýsinga hjá þínu umboði um ábyrgðartímann fyrir þína bílgerð. *Gildir um bíla sem fluttir eru inn til Íslands af RSA og eru skráðir í fyrsta skipti eftir 1. júní 2020. Að auki gildir þessi bæklingur einnig um bíla sem seldir eru af viðurkenndum RSA sölulaðilum í gegnum eigin söluleiðir / sölustaði í Skandinavíu. Fyrir aðra bíla, eða bíla sem RSA hefur selt og hafa verið fluttir út frá Noregi og Skandinavíu, gildir verksmiðjuábyrgð MAXUS í viðkomandi landi. Athugið að í sumum löndum fellur ábyrgðin alveg niður. Ábyrgð samkvæmt ábyrgðarskilmálum er takmörkuð við viðgerðir eða skipti á gölluðum hlutum vegna framleiðslugalla sem framkvæmdar eru af viðurkenndu MAXUS verkstæði eða viðurkenndum umboðsaðila. Ábyrgðin nær ekki til kostnaðar vegna dráttar, flutnings bíls á verkstæði, bílaleigubíla, vegatolla, matar, gistingar eða útgjalda vegna heimflutninga eftir lagfæringu á galla. (Samkomulag um greiðslu á slíkum kostnaði þarf að gera við söluaðila RSA fyrirfram). Ábyrgðin nær ekki heldur til fjártjóns sem rekja má til gallans, rekstrartaps, heilsutjóns eða eignatjóns né annars konar afleiðingartjóns. Allir varahlutir í ábyrgð sem skipt er út eru eign RSA. *Ábygðin hefur ekki áhrif á réttindi sem eigandinn hefur í samræmi við Lög um neytendakaup. Sjá einnig 9. kafla í þessum bæklingi um yfirlit yfir ábyrgð og 6 4. MAXUS ábyrgð á nýjum bílum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==