MAXUS Þjónustubók

endurkröfuákvarðanir. Fyrir önnur lönd í Skandinavíu gilda lög um kaup og sölu í hverju landi fyrir sig. Skilyrði fyrir því að ábyrgð haldist í gildi eru: - Nota skal ökutækið í samræmi við leiðbeiningar í eigandahandbókinni og viðhalda því í samræmi við viðhaldsáætlanir verksmiðjunnar/RSA. Ábyrgðartímabil fyrir eftirfarandi íhluti takmarkast við 24 mánuði (2 ár) frá fyrsta skráningardegi eða 100.000 km, eftir því sem gerist fyrr. - 12V blýrafgeymir. - Tryggt er að magn kælivökva á loftfrískunarkerfinu sé rétt í 24 mánuði eða 100.000 km, eftir því sem fyrr gerist, nema tæming/fylling á loftfrískunarkerfinu hafi verið framkvæmd í tengslum við ábyrgðarviðgerð. - Ekki skal vanrækja viðhald bílsins, misbeita honum, ofhlaða hann, breyta honum eða nota hann til keppni eða hraðaksturs. - Ábyrgðin nær ekki til aukahluta sem eru ekki framleiddir af MAXUS eða til galla sem rekja má til notkunar á hlutum sem koma ekki frá MAXUS eða eru ekki viðurkenndir af MAXUS. - Ábyrgðin nær ekki yfir venjulegt slit á hlutum eins og hjólbörðum, þurrkublöðum, bremsuhlutum, rekstrarvörum og þjónustuhlutum eins og síum, kertum, ljósaperum, öryggjum, viftureimum, olíu og vökvum og öðru sem er háð ytri áhrifum og náttúrulegu sliti. - Eftir á uppsettir fylgihlutir. Um þá gilda ábyrgðir framleiðenda/birgja. Ábyrgðartíminn er 1 ár, nema annað sé tekið fram. Ábyrgð á hjólbörðum. Hjólbarðaframleiðendur og umboðsaðilar þeirra á Íslandi bera ábyrgð á hjólbörðum sem upphaflega fylgja MAXUS bílum. Hafið þó fyrst samband við umboðsaðila MAXUS komi upp vandamál. Ábyrgð á lakki. MAXUS ábyrgist skemmdir vegna ryðtæringar á yfirborðsflötum og lakkskemmdum sem rekja má til efnis- eða framleiðslugalla í 3 (þrjú) ár frá því bíllinn er tekinn í notkun eða er skráður í fyrsta sinn (það sem fyrr kemur). 7 4. MAXUS ábyrgð á nýjum bílum

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==