MAXUS Þjónustubók
5. Ábyrgð gegn gegnumtæringu. MAXUS Motors Ltd. ábyrgist að gera við eða skipta út á MAXUS verkstæði án kostnaðar fyrir eiganda öllum þeim upprunalegu hlutum yfirbyggingar (að undanskildu hleðslupalli/gólfi) sem ryðga í gegn innan frá innan 5 ára frá dagsetningu nýskráningar á ökutækinu. Skilyrði og undantekningar fyrir því að ábyrgð gegn gegnumtæringu haldist í gildi: - Skoðun vegna ryðábyrgðar verður að hafa verið framkvæmd samkvæmt fyrirmælum framleiðanda. Umboðsaðili annast skoðunina en verkstæðið getur farið fram á það við viðskiptavininn að hann greiði kostnað vegna þrifa svo skoðunin geti farið fram. Kostnað vegna lagfæringa á skemmdum sem koma í ljós við skoðunina og eru ekki af völdum tæringar innan frá, greiðir viðskiptavinurinn. Sama á við um skemmdir og eðlilegt slit við ryðvarnarmeðferð. Skoðanir skulu fara fram árlega á eftirfarandi tímum: 1. skoðun 11-12 mánuðum eftir að ábyrgðin tekur gildi. 2. og seinni skoðanir fari fram í þeim mánuði sem bíllinn var skráður í fyrsta sinn eða einum mánuði fyrr eða síðar. Skoðun skal framkvæmd á hverju ári svo lengi sem ábyrgðin varir. - Allt venjubundið viðhald og umönnun bílsins gegn tæringu, svo sem þrif, bónun o.s.frv., eins og lýst er í eigandahandbókinni, skal hafa framkvæmt. - Ábyrgðin nær ekki til annarra ryðskemmda en gegnumtæringar á upprunalegum hlutum yfirbyggingarinnar. - Ábyrgðin nær ekki til gegnumtæringar sem tengjast hvers kyns skemmdum á yfirbyggingu né heldur ryðskemmdum sem rekja má til breytinga á yfirbyggingunni. - Ábyrgðin nær ekki til skemmda vegna steinkasts, rispa, dælda og þess háttar. - Tilkynna skal MAXUS verkstæði um ryðskemmdir um leið og þær uppgötvast. Tjón sem tilkynnt er eftir að ryðábyrgðin rennur út verður ekki bætt. - Allar viðgerðir á yfirbyggingu skulu framkvæmdar á faglegan hátt. Nota skal efni og aðferðir sem MAXUS mælir fyrir um að nota skuli. 9 5. Ábyrgð gegn gegnumtæringu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==