Suzuki S-Cross

Hljómtækjaskjár Á hljómtækjaskjánum er að finna allt það nýjasta í stafrænum þægindum, þar á meðal Apple CarPlay®, Android Auto™, raddstýrðar og handfrjálsar símhringingar í gegnum Bluetooth® tengingu. Staðalbúnaður er útvarp, USB fyrir tónlist og hreyfimyndir, iPod og Bluetooth® tónlistarspilarar. Til að halda ökumanni vel upplýstum sýnir skjárinn einnig upplýsingar eins og til að mynda eldsneytisnotkun, akstursdrægi, orkuflæði tvinnaflrásarinnar, viðvaranir og myndir frá bakkmyndavél og 360° myndavél. Staðalbúnaður í GL og GL+ er 7 tommu WVGA skjár. GLX kemur með 9 tommu háskerpuskjá og innbyggðu leiðsögukerfi sem bregst við raddstýringu. *Í boði á ákveðnum mörkuðum 9 tommu hljómtækjaskjár GLX 7 tommu hljómtækjaskjár GL og GL+ Snjallsímatengingar iPhone tengist þráðlaust í gegnum Apple CarPlay™ eða með USB tengingu og opnar fyrir símhringingar, aðgengi að tónlist, sendingum og móttöku skilaboða og veitir vegaleiðsögn með raddstýringu í gegnum Siri eða með því að snerta skjáinn. Apple CarPlay er í boði í þeim löndum sem er að finna á eftirfarandi lista: http://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay- applecarplay Nánari upplýsingar, þ.á m. um gerðir iPhone sem eru samhæfðar Apple CarPlay: http://www.apple.com/ios/carplay/ Apple, Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Þráðlaus tenging er eingöngu í boði í 9 tommu hljómtækjaskjánum. Tengst er 7 tommu hljómtækjaskjánum með snúru. Android Auto™ er einföld og örugg leið til þess að nota síma í bílnum. Á skjánum er gott aðgengi að kortum, öðrum miðlum og skilaboðaþjónustum. Android Auto er í boði í þeim löndum sem er að finna á eftirfarandi lista: https://www.android.com/auto/ Forsendur fyrir notkun er Android Auto app frá Google Play og samhæfður Android snjallsími með Android™ 6.0 stýrikerfi eða nýrra. https://g.co/androidauto/requirements Android og Android Auto eru vörumerki Google LLC. 11

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==