Suzuki S-Cross

STRONG HYBRID Aflmikið tvinnaflrásarkerfi Fyrirferðalítil, léttbyggð en aflmikil tvinnaflrásin býður jafnt upp á sparneytinn akstur og hreinan rafknúinn akstur án eldsneytis­ notkunar. Aflrásin er 1,5 DUALJET bensínvél, rafmótor (MGU), sjálfvirk skipting og rafhlöðusamstæða (140V liþíum-jóna rafhlaða og áriðill). Einkar orkunýtinn og afkastamikill rafmótorinn býður upp á hreinan rafakstur og styður bensínvélina þegar þörf er á mikilli hröðun ökutækisins. Hann býður einnig upp á hreinan rafakstur þegar bílnum er bakkað og og lágmarkar hik á togi við gírskiptingar. Það skilar sér í meiri mýkt í skiptingum. Þegar ekið er á jöfnum hraða nýtir rafriðillinn orku frá bensínvélinni til raforkuframleiðslu sem eykur rafakstursdrægi bílsins og um leið sparneytni og gerir aksturinn hljóðlátari og umhverfisvænni. Við hraðaminnkun endurheimtir hann mikla hreyfiorku, hleður henni inn á rafgeyminn og viðheldur með því nægilegri orku á rafhlöðunni. 1.5 DUALJET vél 1,5 lítra vélin er sérlega sparneytin, umhverfisvæn, afkastamikil og snúningsvægið er mikið. Með ýmsum tæknilausnum næst fram afburða sparneytni. Tvöfaldar innsprautunardísir eru hafðar nærri inntaksventlum og þjöppunarhlutfallið er haft hærra til að ná fram hreinni bruna. Með afgashringrás, (EGR), er hiti í brunahólfum lágmarkaður og þar með dregið úr glatvarma. Vippuvopn við kambás eru sérstaklega hönnuð til að draga úr núningstapi. Því til viðbótar tryggir breytilegur opnunartími ventla, (VVT), hagkvæmasta ventlaopnunartíma með tilliti til eldsneytisnotkunar. Rafhlöðusamstæða Rafmótor 15

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==