Suzuki S-Cross

Tveggja skynjara hemlavari* Í akstri styðst S-CROSS við tvo skynjara, þ.e.a.s. myndavél í framrúðu og ratsjárvara sem saman meta það hvort hætta sé á árekstri við ökutæki eða vegfarendur. Þegar kerfið skynjar að þessi hætta sé fyrir hendi bregst það við með eftirfarandi þremur þáttum sem ráðast af aðstæðum hverju sinni. Akreinavari Á 60 km/klst eða hraðar fylgist myndavélin með akreinamerkingum hægra og vinstra megin við bílinn og aðvarar ökumann með hljóðmerki og ljósmerki í hliðarspegli ef ökutækið víkur út af sinni akrein. Akreinastýring Á 65 km/klst eða hraðar fylgist myndavélin með akreininni. Þegar kerfið metur að bíllinn sé á leið út af akreininni aðstoðar það ökumann með sjálfvirkum hætti að stýra bílnum aftur inn á rétta akrein með því að taka yfir stýringu hans í gegnum rafeindastýrða aflstýrikerfið. Svigvari Á 60 km/klst eða hraðar fylgist svigvarinn með akstursmynstrinu og aðvarar ökumann með hljóð- eða myndmerki við svigakstri sem rekja má t.d. til þreytu. Umferðarmerkjavari Kerfið styðst við myndavél í framrúðu og fylgist með umferðarmerkjum á veginum. Þegar það les umferðarmerki, eins og t.d. hraðatakmarkanir eða bann við akstri, sýnir það merkin á fjölupplýsingaskjánum og minnir þannig ökumann á hvaða umferðarmerki hafi verið á leið bílsins. Kerfið getur að hámarki birt þrjú umferðarmerki samtímis. Hraðastillir með aðlögun og stöðvun & ræsingu Aflmeiri gerðir tvinnbíla koma með hraðastillir með aðlögun og stöðvun og ræsingu. Hraðastillingin hraðar bílnum og hægir á honum svo öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki á undan sé viðhaldið. Hraðastillir með aðlögun og stöðvun&ræsingu getur jafnvel stöðvað bílinn að fullu fyrir aftan næsta ökutæki á undan ef þörf krefur og tekið af stað á ný og fylgt ökutækinu ef því er ekið af stað innan tveggja sekúndna eins og gerist oft í þungri borgarumferð. Hraðastillir með aðlögun án stöðvunar og ræsingar er í boði fyrir SHVS, aflminni gerðir tvinnbíla. Blindblettsvari Þegar ökumaður hefur gefið stefnumerki og ökutæki kemur inn í blinda blettin fer stefnuljósið að blikka hratt og aðvörunarhljóð heyrist til að stuðla að auknu öryggi við akreinaskipti. Blindblettsvarinn greinir ökutæki í blinda blettinum eða sem nálgast hann frá báðum hliðum bílsins. Brekkuvari Brekkuvarinn kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar ökumaður færir fótinn af hemlinum á inngjöfina og auðveldar þannig ökumanni að taka af stað í brekku. Suzuki öryggisstuðningur* Það er markmið Suzuki stuðla að öryggi og hugarró við hinar margvíslegu akstursaðstæður. Einn mikilvægasti þátturinn í því að líða vel og vera afslappaður sem bíleigandi er geta treyst bílnum og eigin akstursframmistöðu. Suzuki öryggisstuðningur gerir aksturinn einfaldlega ánægjulegri. *Myndavélin og ratsjárvarinn búa yfir takmarkaðri getu til að greina fyrirstöður, akreinar og umferðarmerki. Vinsamlega reiðið ykkur ekki alfarið á þennan búnað til að tryggja öryggi ykkar. Gætið ávallt fyllsta öryggis í akstri. Hraði ökutækis hefur áhrif á vegalengdir að næsta ökutæki. 21

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==