Suzuki S-Cross

Beep Beep Þverumferðarvari að aftan Búnaður sem dregur úr hættu á árekstri, til dæmis þegar bakkað er út úr bílastæði. Greini búnaðurinn aðvífandi ökutæki á blinda svæðinu aftan við bílinn gefur hann frá sér aðvörunarhljóð, stefnuljós í hliðarspeglum blikka og skilaboð á margmiðlunarskjánum vara ökumann við aðstæðum. 360° myndavél 360° myndavélin býður upp á aukið öryggi og þægindi. Myndavél­ arnar eru fjórar, (að framan, að aftan og á báðum hliðum), og varpa upp mismunandi myndum af umhverfi bílsins, þar á meðal þrívíðri mynd sem stuðlar að auknu öryggi þegar ekið er af stað, sem og loftmynd sem auðveldar að leggja bílnum í bílastæði. Í boði með 9 tommu hljómtækjaskjánum, sem er staðalbúnaður í GLX. 360° myndavélin nær ekki til allra blindra svæða og kemur ekki í stað varúðar í akstri. Vinsamlega reiðið ykkur ekki alfarið á þennan búnað til að tryggja öryggi ykkar. Gætið ávallt fyllsta öryggis í akstri. Þrívíð mynd Loftmynd Bílastæðavarar að framan og aftan Hátíðniskynjarar í stuðurunum greina fyrirstöður og aðvara ökumann með hljóð- og myndmerkjum á fjölupplýsingaskjánum. Í boði fyrir GL+ og GLX 23

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==