Suzuki Swace

Glæsileiki í einfaldleikanum Farþegar upplifa glæsilegt farþegarýmið sem opið, rúmgott og þægilegt rými, jafnt í fram- sem aftursætum. Breitt mælaborðið er þannig hannað að það flæðir áfram inn í framhurðirnar. Þannig umlykur það ökumann og farþega og stuðlar að þægilegri akstursupplifun. Mælaborð mjúkt viðkomu, sportlegar króm- eða silfuráherslur og nostur og alúð við minnstu smáatriði í stjórnrýminu er hluti af hágæða frágangi í öllu farþegarýminu. Mælaklasi Mælaklasinn er með stílhreinni lýsingu og hann er skýr og auðveldur aflestrar. 7 tommu fjölupplýsingaskjár fyrir miðju er þannig uppsettur að hægt er að velja um hvort útlit hraðamælisins sé hliðrænt eða stafrænt. 8 tommu margmiðlunarskjár Aksturinn verður enn ánægjulegri með AM/FM/ DAB útvarpi með Bluetooth® aðgerð, stjórnrofum á stýrinu og stuðningi fyrir Apple CarPlay fyrir iPhone og Android Auto™ og Miracast™ fyrir samhæfða snjallsíma. * Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. Þráðlaus hleðsla og inntaksstöðvar Snjallsíminn er hlaðinn með einföldum hætti með Qi þráðlausu hleðslunni sem fylgir. Tvö USB inntök og AUX inntak eru innan seilingar ökumanns og farþega í framsæti. Hiti í stýri og framsætum Hiti í stýri yljar þér á höndum í köldu veðri. Hiti setum og sætisbökum framsætanna stuðla að enn frekari þægindum. Umhverfislýsing Dempuð umhverfislýsing í kringum armhvílur í hurðum, fremri bakka við miðjustokk og glasahaldara að framan lýsir upp þessi svæði að næturlagi. Tilfinning fyrir yfirvegun og gæðum auka enn frekar á þægilega stemninguna. Apple CarPlay er fáanlegt í þeim löndum sem er að finna á eftirfarandi lista: http://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay-applecarplay • Nánari upplýsingar, meðal annars um iPhone gerðir sem eru samhæfðar Apple CarPlay: http://www.apple.com/ios/carplay/ • Apple, Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Android Auto er fáanlegt í þeim löndum sem er að finna á eftirfarandi lista: https://www.android.com/auto/faq/ • Flestir símar með Android 5.0+ eru samhæfðir Android Auto: https://support.google.com/androidauto/answer/6348019?hl=en&ref_topic=6140477 • Google, Android, Google Play og Android Auto eru vörumerki Google LLC. Analogue Digital 10

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==