Suzuki Swace

Ómældir möguleikar Möguleikarnir margfaldast í Swace. Stórt og stækkanlegt farangursrými dugar ekki einungis til allra daglegra þarfa heldur einnig fyrir fjölskyldu­ útilegur, þökk sé flötu gólfi sem býður upp á hagkvæma uppröðun á ýmsum hlutum. Í rúmgóðu farþegarýminu geta allir teygt úr sér og slakað á og þægilegar geymsluhirslur fyrir smáhluti er hvarvetna innan seilingar. Stórt farangursrými Rúmgott farangusrýmið tekur allt að 596 lítra* af farangri og hægt er að stækka það enn frekar með því að leggja niður aftursætisbökin. Einnig er hægt að lækka teppaklætt gólfið í farangursrýminu til að koma þar fyrir hærri hlutum eða snúa því við til að geyma blauta eða óhreina hluti á þeirri hlið þess sem er vatnsvarin. Farangurshlífin dregst inn með einni snertingu sem auðveldar aðgengi að farangursrýminu. Einnig er hægt að fjarlægja hlífina. Breið opnun á afturhlera auðveldar hleðslu og afhleðslu úr farangursrýminu. * Mælt með aðferð Samtaka þýskra bifreiðaframleiðenda (VDA). Farangursgólf með tveimur hliðum (teppi snýr upp) Farangursgólf með tveimur hliðum (plastefni snýr upp) Stillanlega farangursgólfið í lægri stöðu Hanskahólf Glasahaldarar að framan Geymsluvasar í afturhurðum Miðjubakki með þráðlausri farsímahleðslu Geymsluhólf í miðjustokki Geymsluvasar fyrir farþega í aftursætum Geymsluvasar í framhurðum Miðjuarmhvíla fyrir farþega í aftursætum og glasa­ haldarar 12

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==