Suzuki Swace

Mæligildi í akstri Með tvinnaflrás Umhverfisvænni lífstíl fylgir góð tilfinning. Hátæknivædd tvinnaflrásin knýr Swace með rafmótor, brunahreyfli eða hvoru tveggja, eftir aðstæðum. Aflrásin er sérlega sparneytin og lág í losun en jafnframt þýðgeng og skilar kraftmikilli hröðun sem stuðlar að enn meiri akstursánægju. Tvinnaflrásin Swace tekur hljóðlega og þýðlega af stað eingöngu með afli frá rafmótornum sem knýr hann einn meðan ekið er á litlum hraða. Á meiri hraða og við kraft­ mikla hröðun sjá bæði rafmótorinn og aflmikil en um leið sparneytin 1,8 lítra bensínvélin um að knýja Swace. Bensínvél sinnir líka því hlutverki að hlaða tvinnrafgeyminn þegar þess gerist þörf. Raforkan verður til við vélarsnúning í gegnum rafal þegar hleðslan er lág og með snúningi hjólanna í gegnum rafmótorinn þegar hraðaminnkun á sér stað. Í hvert sinn sem Swace er stöðvaður slokknar á tvinnaflrásinni sem dregur úr orkutapi. EV akstursstilling Þessi stilling er valin til að komast hjá því að valda loft- og hljóðmengun þegar ekið er í húsagötum eða bílastæða­ húsum. Með EV-stillingunni stöðvast brunahreyfillinn, raf­ mótorinn tekur yfir og knýr Swace eingöngu fyrir rafmagni*. * Aðgengi að EV akstursstillingunni og hámarks vegalengd sem unnt er að aka í EV stillingu er breytileg og ræðst af ástandi bílsins og hleðslu rafgeymisins. Stop Allar aflrásareiningar stöðvast til að koma í veg fyrir orkutap. Start Rafmótorinn knýr ökutækið hljóðlega og þýðlega af stað. Við lítinn hraða Rafmótorinn knýr ökutækið án aðstoðar frá brunahreyfli. Eðlilegur akstur (með léttri hröðun) Brunahreyfill og rafmótor (sem fær orku frá brunahreyfli í gegnum rafal) knýja ökutækið. Eðlilegur akstur (með lágri hleðslu á rafgeymi) Brunahreyfillinn hleður rafgeyminn í gegnum rafal meðan á akstri stendur ef hleðslustaða rafgeymis er lág. Kraftmikil hröðun Brunahreyfillinn og rafmótor knýja ökutækið. Rafmótorinn fær rafmagn frá brunahreyflinum (í gegnum rafal) og frá tvinnrafgeyminum. Hraðaminnkun Rafmótorinn nýtir snúning hjóla til að virkja orku og hleður henni inn á rafgeyminn. Tvinnrafgeymir (nýtir orku) Tvinnrafgeymir (hleður orku) Rafall Rafmótor Brunahreyfill Brunahreyfill Rafall Rafmótor Rafgeymir fyrir tvinnaflrás 16

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==