Suzuki Swace
Án ACA Með ACA Snúningsvægi Hemlunarátak Veltingur Farðu þínar leiðir Í akstri vekur Swace upp tilfinningu fyrir öryggi, yfirvegun og þægindum. Hann býr yfir miklum akstursþægindum, er léttur í stýri en með mikla svörun og val um akstursstillingar gera hann enn fjölhæfari. Aksturseiginleikarnir einkennast af stöðugleika og nákvæmni jafnvel í þröngum beygjum. Þetta er ekki síst að þakka lágum þyngdarpunkti, virkum beygjuvara (ACA) og nákvæmni í uppsetningu á fjöðrunarkerfi. Virkur beygjuvari (ACA) Kerfið beitir hemlum á innri hjól í kröppum beygjum til að draga úr undirstýringu. Þetta eykur stjórn ökumanns yfir bílnum og niðurstaðan er öruggari akstur í beygjum. Fjöðrun Að framan er MacPherson gormafjöðrun og tvöfaldar klofspyrnur að aftan – fjöðrunarkerfi sem gefur bílnum afburða stöðugleika og þægilega fjöðrun. Fjöðrunin að framan er einnig fínstillt fyrir línuleg stýrisviðbrögð þegar ekið er á meðalhraða og allt upp í mikinn hraða inn í beygjur. Val um akstursstillingar Það ræðst af þínu vali eða akstursaðstæðum hvort þú kýst NORMAL, ECO eða SPORT akstursstillingarnar til ná fram þeim aksturseiginleikum sem þú leitar að í Swace. NORMAL stilling Akstursstilling með jafnvægi milli akstursþæginda, stöðugleika og sparneytni. Hentar fyrir akstur við eðlilegar akstursaðstæður. ECO stilling Akstursstilling sem dregur úr eldsneytis- og orku notkun með hægari svörun frá inngjöf og minni orkunotkun loftfrískunarkerfis. Hentar sérstaklega vel í þungri umferð. SPORT stilling Akstursstilling með skjótri og aflmikilli hröðun, sem hentar til dæmis þegar óskað er skjótrar svörunar á bugðóttum vegum. Framan Aftan 18
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==