Suzuki Swace
Snjallstýrður bílastæðavari (S-IPA) S-IPA bílastæðavarinn aðstoðar ökumann þegar hann bakkar inn í stæði, leggur í stæði samsíða vegi eða ekur út stæði sem er samsíða veginum. Hann einfaldar allar aðgerðir með leiðbeiningum í mynd og hljóði og aðstoðar ökumann með því að stýra bílnum með sjálfvirkum hætti. Kerfið byggir á hátíðniskynjurum sem skynja umhverfið og stuðla að nákvæmri lögn bílsins jafnvel í þrengstu bílastæði. Árekstrarvari (PCS) PCS árekstrarvarinn fylgist með umferðinni framundan með millimetrabylgju radar og myndavél og dregur úr hættu á árekstri við önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn. Kerfið aðvarar ökumann ef hætta er á árekstri, aðstoðar við hemlun og beitir neyðarhemlun sé þess þörf. Akreinavari (LTA) Þegar LTA akreinavarinn skynjar að bíllinn leitar út af sinni akrein án þess að það sé ætlun öku manns aðstoðar hann við að stýra bílnum aftur inn á miðju akreinarinnar og kemur í veg fyrir að bíllinn fari út af sinni akrein eða veginum. Hann aðvarar ökumann, aðstoðar við stýringu, aðvarar ökumann ef bíllinn rásar og stuðla að því að bíllinn haldist á miðri akrein. Umferðarmerkjavari (RSA) RSA umferðarmerkjavarinn fylgist með umferðarmerkjum og varpar þeim upp á fjölupplýsinga skjáinn. Kerfið les umferðarmerki sem sýna hámarkshraða, akstursbann, íbúðasvæði, endimörk gildissvæðis og önnur evrópsk umferðarmerki. Radarstýrður hraðastillir (DRCC) DRCC hraðastillirinn viðheldur með sjálfvirkum hætti öruggri fjarlægð frá ökutæki á undan og stöðvar bílinn stöðvist ökutækið fyrir framan. Hraðastillirinn viðheldur völdum hraða þegar ekkert ökutæki er á undan. Sjálfvirk hágeislaljós (AHB) AHB hágeislaljósin skipta með sjálfvirkum hætti milli lága og háa ljósgeislans í samræmi við aðstæður hverju sinni og tryggja þannig ökumanni gott útsýni, draga úr þörf á handvirkri stýringu ljósanna og draga úr hættu á því að aðrir vegfarendur blindist í háa geislanum að næturlagi. Blindblettsvari (BSM) BSM blindblettsvarinn greinir ökutæki sem nálgast eða eru á blindu svæðunum báðum megin við bílinn. Hann stuðlar að auknu öryggi þegar skipt er um akrein. Aðvörunartákn kviknar í hliðarspegli þeim megin sem búnaðurinn greinir að ökutæki nálgast eða er á blinda svæðinu. Þverumferðarvari (RCTA) RCTA þverumferðarvarinn aðvarar ökumann við hættu á árekstri þegar hann bakkar út úr bílastæði. Þegar skynjarar nema ökutæki sem nálgast það svæði aftan við bílinn sem öku maður hefur ekki yfirsýn yfir, gefur kerfið frá sér hljóðmerki og aðvörunartákn blikka í hliðarspegli. Aðstoð við að bakka í stæði Bílastæðavarinn auðveldar til muna að bakka inn í bílastæði og þessi aðgerð minnkar streitu. Þegar ökumaður hefur valið bílastæði og komið bílnum fyrir á réttum stað virkjar hann einfaldlega S-IPA, stígur af hemlinum og fylgir raddleiðbeiningum um að stöðva og skipta um gír meðan búnaðurinn sér sjálfvirkt um að leggja bílnum. Aðstoð við að leggja í bílastæði samsíða vegi Að leggja bíl í stæði samsíða vegi getur reynst jafnvel færustu ökumönnum áskorun. En S-IPA einfaldar málið til muna með því stýra bílnum og taka ákvarðanir fyrir ökumanninn. S-IPA kerfið er virkjað þegar bíllinn er nærri bílastæði samsíða vegi eða þegar hann er í stöðugír P og ætlunin er að aka út úr stæðinu. Ökumaður framfylgir nokkrum einföldum leiðbeiningum og kerfið stýrir bílnum inn í stæðið. Athugasemdir: Aðgerðir akstursstoðkerfisins takmarkast af getu myndavélar, leiserskynjara og millimetrabylgju radarvara að greina fyrirstöður, akreinar og umferðamerki. Virkni þess getur ráðist af vegaðstæðum og veðurskilyrðum. Vinsamlega reiðið ykkur ekki á þetta kerfi alfarið til að tryggja öryggið og sýnið ábyrgð með öruggum akstri. Leitið nánari upplýsinga hjá næsta umboðsaðila eða á vefsvæði okkar. Skynjun á umhverfi með hátíðnibylgju Sjálfvirk stýring Skynjun á umhverfi Stýring ökumanns Valið bílastæði 20
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==