Suzuki Vitara

2 * Myndavélin og ratsjárvarinn búa yfir takmarkaðri getu til að greina fyrirstöður, akreinar og umferðarmerki. Vinsamlega reiðið ykkur ekki alfarið á þennan búnað til að tryggja öryggi ykkar. Gætið ávallt fyllstu varúðar í akstri. ** Fjarlægð að næsta ökutæki er breytileg og ræðst af hraða bílsins. *** Hraðastillir með aðlögun og stöðvun&ræsingu afvirkjast og sjálfvirk hemlun sömuleiðis tveimur sekúndum eftir að bíllinn hefur stöðvast. RCTA Rear Cross Traffic Alert Svæði sem fylgst er með Svæði sem fylgst er með Drægi svæðis sem fylgst er með: U.þ.b. 20 m Drægi svæðis sem fylgst er með: U.þ.b. 20 m Aðvörun! Þverumferðarvari að aftan* Þegar bílnum er bakkað á allt að 8 km hraða á klst nýtir hann sér tvo hliðarskynjara að aftan til að vara ökumann við bílum sem koma þvert á akstur­ stefnuna, til dæmis þegar bílnum er bakkað út úr bílastæði eða heimreið. Greini búnaðurinn aðvíf­ andi bíla varar hann ökumann við með myndmerki sem birtist á margmiðlunarskjánum og með aðvör­ unarhljóði. Búnaðurinn gerir ökumanni kleift að bakka með öruggari hætti út úr bílastæðum þar sem útsýni er takmarkað til beggja hliða. 21 Adaptive Cruise Control with Stop & Go 1. Stöðug stýring á hraða Ef fjarlægð að næsta ökutæki á undan er næg víkur Vitara ekki frá þeim hraða sem valinn var. 2. Eftirfylgni við ökutæki á undan Þegar ekið er á eftir ökutæki sem er á minni hraða aðlagar Vitara hraðann sjálfkrafa að hraða ökutækisins á undan til að viðhalda öruggri fjarlægð þegar ekið er á eftir ökutækinu. (Aðeins hraðastillir með aðlögun og stöðvun&ræsingu) Ef hægt er á ökutækinu á undan og það stöðvað hægir Vitara sjálfkrafa á sér og stöðvar og viðheldur öruggri fjarlægð frá ökutækinu. Ef ökutækinu er ekið af stað á ný innan tveggja sekúndna frá stöðvun fer Vitara sjálfkrafa af stað og fylgir bílnum. Líði meira en tvær sekúndur afvirkjast hraðastillirinn og ökumaður verður að sjá um hemlun sjálfur. 3. Stýring á hröðun Vitara hraðar sér með sjálfvirkum hætti upp í valinn hraða ef ökutækinu á undan er stýrt yfir á aðra akrein og næg fjarlægð er að næsta ökutæki. Valinn hraði 100 km/klst 100 km/klst 80 km/klst 80 km/klst Ökutæki á undan 80 km/klst 100 km/klst valinn hraði 80 km/klst Ökutæki á undan stýrt yfir á aðra akrein Hraðastillir með aðlögun (ACC)* Hraðastillir með aðlögun styðst við millimetrabylgjuratsjá til að meta fjarlægðina að næsta ökutæki á undan. Kerfið heldur sjálfvirkt ákveðinni fjarlægð milli ökutækjanna í samræmi við eina valda stillingu af þremur mögulegum.** Kerfið heldur þeim hraða sem ökumaður velur (frá 40 km hraða á klst) þegar önnur ökutæki eru ekki á undan. Hraðastillir með aðlögun og stöðvun & ræsingu* (Einungis með 6 þrepa sjálfskiptingu) Til viðbótar við aðgerðir hraðastillingar með aðlögun kemur aðgerðin stöðvun & ræsing sem sér um að hraða og hægja á bílnum og viðhalda öruggri fjarlægð frá ökutækinu á undan. Hraðastillir með aðlögun og stöðvun&ræsingu getur jafnvel stöðvað bílinn að fullu fyrir aftan næsta bíl á undan án þess að ökumaður hemli. ðgerðin er viðbótar stuðningur fyrir ökumann, ekki síst í þungri borgarumferð.*** Bakkmyndavél Bakkmyndavélin varpar upp mynd af umhverfi bílsins á skjánum og bætir þannig útsýni ökumanns þegar hann bakkar bílnum. Parking sensors Bílastæðavarar að framan og aftan Hátíðniskynjararnir í stuðurunum greina fyrirstöður og aðvara ökumann með myndmerkjum sem birtast honum á margmiðlunarskjánum og með hljóðmerki til aðvörunar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==