Suzuki Vitara
7 MGU Rafhlöðusamstæða 1.5 DUALJET vél 1,5 lítra vélin er sérlega sparneytin, umhverfisvæn, afkastamikil og snúningsvægið er mikið. Með ýmsum tæknilausnum næst fram afburða sparneytni. Tvöfaldar innsprautunardísir eru hafðar nærri inntaksventlum og þjöppunarhlutfallið er haft hærra til að ná fram hreinni bruna. Með afgashringrás, (EGR), er hiti í brunahólfum lágmarkaður og þar með dregið úr glatvarma. Vippuvopn við kambás eru sérstaklega hönnuð til að draga úr núningstapi. Því til viðbótar tryggir breytilegur opnunartími ventla, (VVT), hagkvæmasta ventlaopnunartíma með tilliti til eldsneytisnotkunar. Aflmikil tvinnaflrás Fyrirferðarlítil, léttbyggð en afkastamikil tvinnaflrás býður upp á sparneytinn akstur í tvinnrásarstillingu og líka akstur fyrir hreinu rafmagni. Í aflrásinni er 1,5 l DUALJET bensínvél, rafmótor, (MGU), og rafhlöðusamstæða, (140V liþíum-jóna rafhlaða og áriðill). Sérlega orkunýtinn og afkastamikill MGU rafmótorinn gerir mögulegt að aka bílnum eingöngu fyrir rafmagni og hann veitir vélinni stuðning þegar bílnum er hraðað. Þegar ekið er á jöfnum hraða nýtir rafriðillinn orku frá bensínvélinni til raforkuframleiðslu sem eykur rafakstursdrægi bílsins og um leið sparneytni og gerir aksturinn hljóðlátari og umhverfisvænni. Við hraðaminnkun endurheimtir hann hreyfiorku, hleður henni inn á rafgeyminn og viðheldur með því nægilegri orku. AGS sjálfskipting AGS býr yfir helstu kostum beinskiptingar og sjálfskiptingar. Hún stuðlar líka að ríkari tilfinningu ökumanns fyrir gírskipt ingum og þeim þægindum sjálfskipting býður upp á. Skiptingin er sex þrepa. Gírhlutföllin eru sérstaklega hönnuð með tilliti til sparneytni. AFLMIKILL TVINNBÍLL
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==