Suzuki Vitara

Auto stilling Með sparneytni að forgangsatriði við hefðbundnar akstursaðstæður og skiptir með sjálfvirkum hætti í drif á öllum hjólum þegar veggrip minnkar. Sportstilling Eykur aksturshæfni í beygjum með því að dreifa meira snúningsvægi til afturhjólanna. Eiginleikar inngjafar/togs breytast og betri svörun fæst frá vél. Snjóstilling Kjörin fyrir snjóþakta vegi, malarvegi og annað hált vegyfirborð. Eykur grip við hröðun og stuðlar að auknum stöðugleika. Lock Stillingin er valin til að losa ökutækið úr festum í snjó, aur eða sandi. Kerfið dreifir meira snúning­ vægi til afturhjólanna. ESP®* kerfið og önnur stýrikerfi vinna einnig að því að losa bílinn úr festum. Lock stillingin fer sjálfkrafa af og breytist í snjóstillingu þegar yfir 60 km hraða á klst er náð. *ESP® er skráð vörumerki Daimler AG. 9 Brekkuvari Þegar ekið er niður mikinn bratta og mótorbremsan dugar ekki til að hægja á ökutækinu virkjar brekkuvarinn hemla­ kerfið sem sér til þess að ökutækið fer ekki yfir ákveðinn hraða. Aðgerðin auð­ veldar ökumanni að einbeita sér að því að stýra bílnum. ALLGRIP kerfi „Farartæki sem getur tekist á við erfiða vegi og farið á staði sem bílar komust ekki áður fyrr.“ Þannig skilgreindum við okkar fyrsta fjórhjóladrifsbíl sem kom fram á sjónarsviðið árið 1970. Þetta varð upphafið að ALLGRIP, margreyndri fjórhjóladrifstækni Suzuki. Fjórhjóladrifstækni sem hefur verið fullkomnuð í áranna rás til að veita ökumönnum enn meiri upplifun, ánægju og öryggi. Með ALLGRIP kerfi í þínum Vitara geturðu meira og daglegt líf þitt verður fjölbreyttari. Fjórar akstursstillingar Veldu þína akstursstillingu úr 4WD stillingunum (auto, sport, snjór og læsing). Það er gert með skífu á miðjustokknum. Valin akstursstilling ALLGRIP kerfisins er sýnd á margmiðlunarskjánum í miðju ökumælaklasans.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==