Suzuki ACROSS

Aktu af öryggi í snjó og hálku. E-Four (rafknúið 4x4 kerfi) stuðst við sjálfstæðan rafmótor að aftan sem dreifir átaki á hagstæðastan hátt til afturhjólanna með tilliti til akstursaðstæðna. Þannig viðheldur búnaðurinn hámarks gripi og stöðugleika og ökumaður hefur fullt vald á bílnum í hálku. Aldrifið tryggir stöðugleika í akstri, dregur úr undirstýringu þegar beygt er á hálum vegi og stuðlar að fyrirsjáanlegri aksturseiginleikum við ólíkar akstursaðstæður. Stöðugleiki í akstri Aldrifið dregur úr undirstýringu þegar beygt er á hálum vegi og stuðlar að fyrirsjáanlegri aksturseiginleikum við ólíkar akstursaðstæður. Trail stilling Trail stillingin stöðvar snúning hjóla sem missa grip í akstri á snæviþöktum vegum eða á ójöfnum vegslóðum. Kerfið beinir átaki til þeirra hjóla sem hafa grip og aðlagar inngjöf og skiptingarmynstur að aðstæðum svo hægt sé að halda ferðinni áfram af fyllsta öryggi. AWD samþætt stjórnun (AIM) AIM kerfið hámarkar skilvirkni aldrifskerfisins með breytilegri átaksdreifingu, inngjöf, skiptingarmynstri, hemlun og virkni afl­ stýris með tilliti til akstursaðstæðna. Það styður einnig NORMAL, ECO og SPORT stillingar Drive Mode akstursstillingakerfisins. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==