Suzuki ACROSS
Ökumælaklasi og 7 tommu fjölupplýsingaskjár Ökumælaklasinn og fjölupplýsingaskjárinn birta auðles anlegar akstursupplýsingar um rafakstursdrægi, hlutfall rafaksturs af heildarakstri, hleðslustöðu, afldreifingu, g-kraft og fleira. Einnig er hægt að velja á milli staf rænnar eða hliðrænnar framsetningar á hraðamæli. Hiti í fram- og aftursætum Fram- og aftursæti eru með hita í sætisbökum og setum. 9 tommu margmiðlunarkerfi Kerfið er samhæft Apple CarPlay fyrir iPhone sem og Android Auto™ og MirrorLink™ fyrir samhæfða snjallsíma. Það opnar fyrir notkun appa til að hringja, vísa til vegar á skjánum, senda og taka við skilaboðum og aðgengi að uppáhalds tónlistinni og mörgu öðru. Hiti í stýri Hiti í báðum hliðum stýrisins orna höndunum á köldum dögum. Þægindi og hágæða frágangur stuðla að enn meiri akstursánægju. Þægindi og góður frágangur í innanrými með hágæða áklæðum og glæsilegum hönnunaratriðum stuðla að einkar ánægjulegri akstursupplifun. Apple CarPlay er fáanlegt í þeim löndum sem eru á lista á eftirfarandi hlekk: http://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay-applecarplay *Nánari upplýsingar, þ.á m. um iPhone gerðir sem samhæfðar eru Apple CarPlay, má sjá hér: http://www.apple.com/ios/carplay/ *Apple, Apple CarPlay og iPhone eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. *Android Auto er aðgengilegt í þeim löndum sem finna má á eftirfarandi lista: https://www.android.com/auto/faq/ *Flestir snjallsímar með Android 5.0+ eru samhæfðir Android Auto: https://support.google.com/androidauto/answer/6348019?hl=en&ref_topic=6140477 *Google, Android, Google Play og Android Auto eru vörumerki Google LLC. Í gegnum Apple CarPlay notar þú iPhone til að hringja, sækja tónlist og senda og taka við skilaboðum og fá leiðsögn að áfangastað með raddskipunum í gegnum Siri eða með því að smella á skjáinn. Android Auto™ útvíkkar Android stýrikerfi snjallsímans í bílnum svo það er sérsniðið til notkunar við akstur. Uppsetningin er með þeim hætti að það lágmarkar alla truflun svo hægt sé að njóta akstursins með Google þjónustu eins og Google Maps og Google Play Music. Android Auto appið er fáanlegt í Google Play Store*. 14
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==