Suzuki ACROSS
Buzzer Automatic braking Rear Crossing Traffic Alert detection area Back camera view Indicator blinks Monitored area Monitored area Indicator illuminates or blinks Öruggari akstur með skynrænum öryggisbúnaði. Þú ekur í fullkominni hugarró vitandi af hátæknivæddum öryggisbúnaði sem verndar þig og farþega þína. Árekstrarvari (PCS) PCS dregur úr líkum á árekstrum með því að fylgjast með veginum framundan með millimetra-bylgju ratsjá og myndavél. Búnaðurinn varar ökumann við hættu á árekstri að framan og aðstoðar við hemlun ef hættan eykst. Skynrænn hraðastillir (DRCC) DRCC viðheldur völdum aksturshraða þegar engin önnur ökutæki eru fyrir framan bílinn og öruggri fjarlægð að næsta ökutæki á undan. DRCC stöðvar einnig bílinn þegar ökutækið á undan stöðvast og fylgir því eftir þegar það fer af stað á ný. Öllum stundum viðheldur búnaðurinn öruggri fjarlægð milli ökutækjanna. Akreinavari (LTA) LTA aðvarar ökumann og aðstoðar hann við að halda bílnum á miðri akrein og dregur úr líkum á því að bíllinn fari yfir á aðra akrein eða út af veginum. Blindblettsvari (BSM) BBSM varar ökumann við ökutæki í blinda blettinum með ljósmerki á brún hliðarspegils þeim megin sem ökutækið er. Umferðamerkjavari (RSA) RSA fylgist með umferðarmerkjum og hafi þau farið fram hjá ökumanni sér hann þau á fjölupplýsingaskjánum. Þverumferðarvari að aftan (RCTA) RCTA dregur úr líkum á óhöppum þegar bakkað er út úr bílastæðum. Búnaðurinn varar ökumann við aðvífandi ökutæki í blinda blettinum með blikkandi ljósmerki í hliðarspegli þeim megin sem það nálgast. eCall Við umferðaróhapp virkjar búnaðurinn björgunaraðila með símaboðum með nákvæmri staðsetningu ökutækisins. Steering control Ath.: Aðgerðir akstursstoðkerfa ráðast af skilvirkni myndavélar, laserskynjara og ratsjárskynjara við að greina fyrirstöður, akreinar og umferðarmerki. Vegyfirborð og veðurfar geta haft áhrif á virknina. Ekki er ráðlegt að ökumenn reiði sig alfarið á þessi kerfi til tryggja öryggi heldur axli þá ábyrgð að haga akstri sínum með öruggum hætti. Leitið nánari upplýsinga hjá umboðsaðila eða á heimasíðu okkar. 20
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==