Suzuki eVitara

1 Teygðu mörkin. Farðu lengra og upplifðu meira. Uppgötvaðu frelsið sem fylgir akstursgetu raunverulegs jeppa. e VITARA setur ný viðmið fyrir næstu kynslóð jeppa með útblásturslausri rafknúinni aflrás. Þú og e VITARA – kynni sem gleymast ekki í bráð. Teygðu mörkin

2

3

4 Teygðu mörkin – fram á við

5

6 RAFKNÚIN AFLRÁS Hreinræktuð jeppageta með áreiðanlegri rafbílatækni Afl, drægi og öryggi - meiri ánægja og meira notagildi e VITARA kemur með nýrri rafknúinni aflrás sem hönnuð er til að veita bestu mögulegu aksturseiginleika og um leið fullkomna hugarró sem fylgir því að vera á ökutæki sem losar engar skaðlegar lofttegundir. Hjólin eru knúin af eAxle, uppröðun einkar skilvirkra rafmótora sem eru fyrirferðarlitlir en öflugir. Fjórhjóladrifsútfærslan er með eAxle einingu að aftan sem knýr afturhjólin. Orkuna fær eAxle frá litíum járn-fosfat rafhlöðupakka. Rafhlaðan er hönnuð til að tryggja stöðug og áreiðanleg afköst og býður upp á háþróaða hitastýringu og ýmsar innbyggðar öryggisráðstafanir gegn ofhitnun og skammhlaupi, svo sem vökvakælingu og eftirlitsbúnaði með spennu rafhlöðunnar. Hönnunin miðar einnig að eins einfaldri, fljótlegri og þægilegri hleðslu og mögulegt er. Hægt er að hlaða e VITARA upp í 80% hleðslu á aðeins 45 mínútum með hraðhleðslubúnaði. * Byggt á prófunum innanhúss við stofuhita í þróunarskyni með það að markmiði að ná eftirfarandi markmiðum: . DC hraðhleðsla: 45 mínútur (frá 10 to 80%) . AC hleðsla - 7kW, 1fasa: [61kWst rafhlaða] 9 klst (frá 10 to 100%) [49kWst rafhlaða] 6,5 klst (frá 10 to 100%) Raunverulegur hleðslutími er breytilegur og fer eftir nokkrum þáttum, þar á meðal umhverfishita og hitastigi, ástandi og aldri rafhlöðunnar. Hleðslutími lengist í köldu veðri eða ef hitastig rafhlöðunnar hefur virkjað eitt af öryggiskerfunum. Akstursstillingar e VITARA er með þremur akstursstillingum sem einfalt er að velja á milli. ECO stuðlar að auknu akstursdrægi með því að stjórna orkunotkun loftkælingarinnar og svörun inngjafarinnar. NORMAL skilar besta mögulega afli fyrir venjulegan akstur. SPORT býður upp á meiri svörun frá inngjöf og skilar þannig kraftmeiri akstursupplifun. Með rofum á stjórnborðinu er hægt að virkja eða afvirkja TRAIL stillingu á 4WD gerðum og þægindastillingu á hemlafótstigi. Einnig er hægt að virkja hraðaminnkandi stillingu í innbyggða skjákerfinu. HEARTECT-e undirvagn HEARTECT-e er nýr undirvagn sem er sérhannaður fyrir rafbílagerðir. Hann líkist mjög núverandi HEARTECT undirvagni en er með rými fyrir uppsetningu á stórri rafhlöðu. Rafhlöðupakkinn og fjöðrunarhlutirnir eru að auki notaðir sem hluti af grindarbyggingunni sem leiðir til léttleika og mikils stífleika. Eins má geta að rafhlöðupakkinn er undir gólfinu sem lækkar þyngdarpunkt bílsins og leiðir til framúrskarandi stöðugleika í akstri. Undirvagninn er sérhannaður til nota í rafbíla og þess vegna nær e VITARA lágmarks beygjuhring upp á 5,2 metra, jafnvel á 18 tommu dekkjum. Fjöðrun og hemlar Að framan er MacPherson fjöðrun sem eykur þægindi, svörun frá stýri og dregur úr hljóðum og titringi. Fjölliðafjöðrun að aftan veitir stöðugleika í akstri og akstursþægindi. Stífir íhlutir tryggja betra veggrip og lengra þjöppunarslag stuðlar að auknum þægindum í aftursætum þegar ekið er í ójöfnum. Á öllum hjólum eru 18 tommu kældir diskahemlar sem tryggja örugga stöðvun. Lág NVH gildi Það er strax eftir því tekið að engin vélarhljóð eru í bílnum en að auki hefur verið gripið til margháttaðra ráðstafana til að lágmarka öll önnur hljóð sem annars gætu borist inn í farþegarýmið. Með þessu verður aksturinn enn þægilegri en ella. Þessar ráðstafanir felast meðal annars í því að fella rafhlöðupakkann undir gólf bílsins sem hluta af grindinni til að draga úr veghljóðum, með hljóðeinangrandi hlífum, einangrandi gleri til að draga úr vindhljóðum og einangrun á eAxle til að lágmarka óþægileg hátíðnihljóð. Myndin er eingöngu til skýringar. Myndin er eingöngu til skýringar. Hleðslutengi

7

MIKIÐ GRIP Fjórhjóladrif með tveimur rafmótorum og akstursstoðkerfum gera krefjandi aðstæður viðráðanlegri e VITARA kemur með ALLGRIP 4WD tækninni sem Suzuki þróaði og hún er aðlöguð til notkunar í rafbíl. ALLGRIP-e er rafeindastýrt fjórhjóladrifskerfi fyrir tvo rafmótora. Kerfið gerir þér kleift að fara frjáls allra þinna ferða á fund við hið óþekkta. Rafmótorarnir tveir skila 1,5 sinnum meira hámarkstogi en í framhjóladrifsgerðinni. ALLGRIP-e eykur því enn frekar þá ánægju sem þú hefur af kraftmiklum akstri. Auk þess er býr ALLGRIP-e kerfið yfir sjálfstæðri stýringu á virkni eAxle rafmótoranna á fram- og afturás sem veitir ökumanni aukið sjálfstraust til þess að takast á við akstur við krefjandi aðstæður eða í slæmu veðri. AUTO og TRAIL stillingarnir í ALLGRIP-e kerfinu stuðla að aukinni akstursgetu og stöðugleika, hvort sem tekist er á við bugðótta og ójafna vegi eða þegar ekið er í úrhelli eða snjókomu. Þannig stuðlar kerfið að meiri akstursánægju og hugarró. Aldrifsstillingar Aldrifsstillingar ALLGRIP-e nýta hraða svörun rafmótoranna til að auðvelda hröðun með því að stjórna nákvæmlega togdreifingu til fram- og afturhjóla. Á hálum vegum er hröðunin hámörkuð með því að auka togið sjálfkrafa til að bæta upp fyrir skrið á hjólum að framan eða aftan. AUTO AUTO stillingin býður upp á framúrskarandi akstursstýringu og stöðugleika á ójöfnum vegum með því að stjórna togkrafti til fram- og afturhjóla með sjálfvirkum hætti og í samræmi við aðstæður á hverjum tíma. TRAIL Í TRAIL stillingu er hemlunarátaki beitt á það hjól sem missir grip og hemlamismunadrif (LSD) dreifir meira togi til þess hjóls sem hefur meira grip heldur en þegar ekið er í AUTO stillingu. Þetta auðveldar ökumanni að halda ferð sinni áfram í hálku og þar sem annars væri hætta á því festa bílinn. Brekkustýring Þegar tekið er af stað upp brekkur gefur brekkustýringin ökumanni tíma til að færa fótinn af bremsunni yfir á inngjöfina. Brekkustýringin kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak í um það bil tvær sekúndur þegar stigið er af hemlinum. Hún er einnig fáanleg með framhjóladrifsgerðum. Niðurakstursstýring Niðurbrekkustýringin beitir hemlum sjálfkrafa til að viðhalda föstum hraða. Hún gerir ökumanni kleift að einbeita sér að stýringu bílsins og að hindrunum sem verða á vegi hans þegar ekið er niður brattar brekkur. Virk beygjustýring Virk beygjustýring grípur inn í atburðarásina áður en hjól skríður í beygju. Hún vinnur gegn undirstýringu þegar bílnum er hraðað í beygju með því að beita hemlum aðeins á innri hjól. Hún er einnig fáanleg með framhjóladrifsgerðum. TRAIL AUTO 8 Undirstýring verður við hröðun í beygjum. Dregið er úr undirstýringu með hemlun eingöngu á innri hjólum. Stöðugur hraði Hröðun Hjól missir veggrip Hjól missir veggrip eAxle að aftan eAxle að aftan eAxle að framan eAxle að framan Hemlun Hemlun eAxle að aftan eAxle að framan

YFIRBYGGING Nútímalegt aðdráttarafl og strax auðkennanlegur sem Suzuki jeppi Hönnunin Eðal „málmdýr” var heróp hönnuðanna sem lögðu af stað í þá vegferð að búa umgjörð um e VITARA. Þeir vildu með hönnuninni endurspegla hátæknilegt eðli hans sem háþróaðs rafbíls sem byggi jafnframt yfir afli og afköstum fjórhjóladrifins jeppa sem opnar möguleika á ævintýri af ýmsu tagi. Lagleg hliðarlína bílsins einkennist af miklu hjólhafi og stórum hjólbörðum sem skapa kraftmikið og lipurt svipmót utan um rúmgott og langt farþegarýmið. Til að undirstrika jeppaeinkenni e VITARA rís vélarhlífin kraftalega upp að framrúðunni en bretti og hjólaskálar skaga út og eru þögult vitni um aflið sem býr í bílnum. Marghyrnt og formað yfirborðið gefur e VITARA kraftmikið og nútímalegt yfirbragð sem endurspeglar með kraftmiklum hætti eðli hans sem rafbíls og jeppa. Áberandi 3ja punkta ljósaklasi Fram- og afturljósin eru með einkennandi 3ja punkta klasahönnun sem byggir á þremur ljósum. Hvert hinna einstöku forma tengjast og skapa saman aðlaðandi hátæknilegt útlit. 3ja punkta ljósaklasarnir eru hannaðir með hárri upplausn sem vekur tilfinningalega upplifun þeirra sem sjá fram- og afturhluta bílsins fyrir fagurfræðilega nálgun. Vinstri og hægri ljósin tengjast með óslitinni láréttri línu með Suzuki merkið fyrir miðju. 18 tommu álfelgur e VITARA kemur á stórum álfelgum með nýrri hönnun sem einkennist af breiðum rimum og nýrri gerð áferðar. Felgurnar eru léttar og hannaðar til að draga úr loftviðnámi. Þær gefa bílnum yfirbragð afls og fegurðar. 10

11

12 Teygðu mörkin – farðu lengra

13

FARÞEGARÝMI Hátækni og ævintýraandi í vel útbúnu farþegarými 14 Hátæknilegur stíll og ævintýralegt aðdráttarafl Hönnun innanrýmisins kallast á við hönnunarþætti í yfirbyggingu og endurspeglar jafnt hátæknivætt eðli e VITARA sem rafbíls og getu hans sem fjórhjóladrifsbíls. Hátæknibragur er af búnaði; innbyggða skjákerfinu, frístandandi miðjustokki, umhverfislýsingu og óvenjulegu formi á stýri. Hönnunin á mælaborðinu ber með sér ævintýraanda og fyrirheit um hreinræktaða 4x4 jeppagetu, með háum millistokki og fjórum loftræstiristum ásamt framsætum sem styðja vel við líkama ökumanns og farþega. Frístandandi miðjustokkur Fyrir miðju er glæsilegur, frístandandi miðjustokkur. Á honum eru rafeindastýrðir rofar fyrir akstursstillingar sem endurspegla hátæknivædda hönnunina og veita þægilegt aðgengi að stillingum fyrir TRAIL, hraðaminnkandi stillingum, uppbrekkustýringu og rafeindastýrða stöðuhemlinum. Umhverfislýsing Umhverfislýsingin í e VITARA er ný aðgerð sem lýsir upp þrívítt mynstrið í miðjustokknum og klæðningar á framhurðum. Hægt er að velja á milli 12 mismunandi lita og 7 stiga á dempun sem fara vel við stemninguna og þarfirnar hverju sinni. Stýri Stýrið er með nýrri tveggja rima og hálfhringlega (squircle) hönnun sem kallast ágætlega á við lárétta hönnun mælaborðsins. Það sem einkennir stýrið er flatur efri hluti, sem veitir gott útsýni yfir mælaskjáinn og veginn framundan, og flatur neðri hluti, sem auðveldar ökumanni að setjast inn í og fara út úr bílnum. Rafeindastýrð handbremsa Hægt er að virkja og afvirkja rafeindastýrðu handbremsuna með rofa á frístandandi miðjustokknum sem eykur öryggi þegar bílnum er lagt og kemur í veg fyrir að ekið sé aftur af stað með handbremsuna á. Bremsuhald Aðgerðin er virkjuð einfaldlega með því að þrýsta á HOLD rofann á frístandandi miðjustokknum. Aðgerðin kemur í veg fyrir að bíllinn færist óvilj- andi fram á við þegar stöðvað er við umferðarljós eða í þungri umferð. Bíllinn hreyfist ekki jafnvel þótt ökumaður stígi af hemlinum.

15

Check surroundings for safety. 16 SAMÞÆTT SKJÁKERFI Þægilegt aðgengi að miklu magni upplýsinga og gagnlegum akstursstoðkerfum Ævintýri handan hornsins Stórir skjáir með þægilegum aflestri og léttum stýringum auka enn frekar á gleðina og þægindin í ævintýrunum framundan. Allar nauðsynlegar upplýsingar blasa við á augabragði. Allt virkar með einföldum fingrasnertingum. Þessu til viðbótar hýsir skjákerfið Infinity hljómkerfi sem fyllir farþegarýmið tærum hágæðahljómum í takti við stemninguna á ferðalaginu. Samþætt skjákerfi Í e VITARA er nýtt samþætt skjákerfi sem heldur utan um mæla- og upplýsinga- og afþreyingarkerfið í einni einingu. Stýringar fyrir skjástillingar, loftkælingu og aðrar aðgerðir eru líka innbyggðar í samþætta skjákerfið sem auðveldar alla notkun til muna. Mælaskjár Hægt er að velja á milli þriggja sérsniðinna útlita að vali ökumanns á 10,25 tommu mælaskjánum. Að auki er fast mælasvæði á skjánum þar sem birtast akstursupplýsingar og viðvaranir og tvö skiptisvæði til að birta efni af miðskjánum. Hægt er að breyta efninu sem birtist á þessu svæði með því að þrýsta INFO rofann á stýrishjólinu. Miðskjár 10,1 LCD litaskjárinn í miðju styður tengingu fyrir snjallsíma í gegnum Wi-Fi®, Bluetooth® eða USB. Flipar vinstra og hægra megin á þessum sérsniðna skjá veita skjótan og þægilegan aðgang að fjölbreyttum aðgerðum, þar á meðal stillingum á loftfrískunarkerfi, hleðslustillingum og akstursstoðkerfum. Infinity hljómkerfi e VITARA í GLX útfærslu kemur með Infinity hljómkerfi með átta aflmiklum hátölurum, lágtíðnihátalara og magnara. Magnarinn er með öflugum stafrænum merkjavinnslubúnaði sem skilar tærri hljómupplifun í e VITARA. Infinity hljómkerfið fangar hvert smáatriði með mikilli nákvæmni í háþróuðum hljómgæðum, skýrum hátíðnihljómum, hlýjum hljómum í millitíðni og krafmiklum bassahljómum sem gera hvaða tegund tónlistar sem er fullkomin skil. 360 gráða myndavél Myndavélar á framan- og aftanverðum bílnum sem og á báðum hliðarspeglunum veita skýra sýn á hindranir fyrir framan eða aftan bílinn og auðvelda lagningu í bílastæði. Myndavélakerfið getur einnig sameinað myndir úr öllum fjórum myndavélunum til að birta alhliða sýn á nánasta umhverfi. Mælaskjár Miðskjár Sjálfvirk skjáskipting á mynd af umhverfi við framanverðan bílinn Apple CarPlay er samhæft iPhone og Siri veitir leiðsögn um vegi, hringir símtöl, leikur tónlist og sendir og tekur á móti skilaboðum með raddstýringu eða á snertiskjánum. Með Android Auto™ er hægt að senda skilaboð með raddstýringu, fá leiðsögn um vegi, stýra afþreyingarmiðlum og framkvæma ýmsar aðrar aðgerðir. Notandi segir einungis, „Hey, Google“eða þrýstir á raddstýringarrofann á stýrinu til að hefja samskiptin. * Apple CarPlay er stutt í löndunum sem talin eru upp á eftirfarandi tengli: https://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay-applecarplay Nálgast má nánari upplýsingar, þar á meðal iPhone gerðir og iOS útgáfur sem eru samhæfðar við Apple CarPlay, hér:https://www.apple.com/ios/carplay/ * Þráðlaus notkun Android Auto krefst samhæfðs Andorid 11.0+ og virkrar gagnaáskriftar. Skoðið g.co/androidauto/requirements til að sjá hvort tækið er samhæft. Sumir eiginleikar og búnaður er hugsanlega ekki tiltækur í öllum löndum. Háð framboði. * Apple, Apple CarPlay, iPhone og Siri eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. * Google, Android, Android Auto, YouTube Music og önnur merki eru vörumerki Google LLC. * Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. * Wi-Fi er skráð vörumerki Wi-Fi Alliance®.

N O T A G I L D I Þægindi, notagildi og fjölhæfni sem hæfir hátæknijeppa Farangursrými Farangursrýmið er rúmgott og nægilega fjölhæft til að koma þar fyrir öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er við ýmsar aðstæður, allt frá útilegum til daglegrar notkunar. Með aftursætin í fremstu stöðu er farangursrýmið 310 l* og jafnvel í öftustu stöðu er farangursrýmið 244 l*. Kanturinn neðan við afturhurðina er hafður nægilega lágur til að auðvelda hleðslu í bílinn og affermingu. * Tilgreint rými á við GL-gerð, mæld af framleiðanda og reiknuð með VDA aðferðinni. Þráðlaus farsímahleðsla *¹ Qi™*² hleðsluvagga er innbyggð í framanverðan miðjustokkinn. Þar er með einföldum hætti hægt að hlaða snjallsíma þráðlaust. *1 Einungis fáanlegt með GLX útfærslu *2 Qi og Qi merkið eru vörumerki Wireless Power Consortium (WPC). Glasahaldarar að framan Tveir glasahaldarar eru fremst á frístandandi miðjustokknum. Þeir eru staðsettir innan þægilegrar seilingar frá ökumanni og farþega í framsæti. Bakki í miðjustokki Umhverfislýsing er í notadrjúgum bakkanum undir miðjustokknum. Lagleg áferð er á yfirborði bakkans sem er handhæg hirsla fyrir smáhluti sem þurfa að vera innan seilingar. Rafúttak og USB tenging við framsæti Fremst í bakkanum í miðjustokknum eru tvö USB tengi (1 Type-A, 1 Type-C) og rafúttak (12V/120W). Þar með er hægt að hlaða og nota smátæki sem tekin eru með í ferðina. Armhvíla að framan Við framsæti er þægilega hönnuð armhvíla af lengri gerðinni sem býður upp á aukin þægindi fyrir farþega af ýmsum líkamsstærðum. Tengingar við aftursæti Farþegar í aftursætum geta hlaðið viðtæki sín í gegnum tvær USB tengingar (1 Type-A, 1 Type-C). Undir tengjunum er bakki fyrir snjallsíma. Armhvíla að aftan Miðhluti aftursætisbaksins er niðurfellanlegur og breytist þá í armhvílu með tveimur glasahöldurum (600 ml hvor). 18

19

20 Þ Æ G I N D I Aukið öryggi í akstri og afslappaðri heimkoma Framsæti Framsætin eru með nútímalegri hönnun þar sem áherslan er á lengd þeirra og djúpt mótaða miðju sem skorðar farþega af með þægilegum hætti. GLX útfærslan er með rafknúnu ökumannssæti með 10 stillingum. Hægt er að renna sætinu fram og aftur, stilla halla á setunni og hæð sætisins sem og halla sætisbaksins og mjóbakstuðning. Aftursæti Aftursætin eru einstaklega þægileg og fjölhæfni einkennir hönnun þeirra. Þeim er hægt að renna fram og aftur til að auka rými fyrir fætur farþega eða stækka farangursrýmið til að koma til móts við mismunandi lífstíl hvers og eins. Glerþak Létt glerþakið er með opnanlegu sólskyggni. Glerþakið er 804 mm á breidd og 489 mm á lengd og veitir birtu inn í farþegarými e VITARA. Einungis fáanlegt í GLX útfærslu. Hiti í hliðarspeglum Hiti í hliðarspeglum kemur í veg fyrir móðumyndun og ísingu. Virkar þegar hiti í afturrúðu er virkjaður. Hiti í sætum Hiti er í ökumannssæti og farþegasæti að framan, jafnt í setu og sætisbaki. Þrjár hitastillingar eru aðgengilegar í samþætta skjánum. Einungis í GLX útfærslu.

21

22 Teygðu mörkin fram á við

Ö R Y G G I Suzuki öryggisaðstoðin stuðlar að auknu öryggi í akstri Tveggja skynjara hemlastoð II (DSBS II) Kerfið styðst við millimetrabylgju skynjara og myndavél til að greina ökutæki, mótorhjól, reiðhjól* og gangandi vegfarendur fyrir framan e VITARA. Ef hætta er á árekstri gefur kerfið frá sér viðvörun með hljóði og mynd. Bregðist ökumaður við með ófullnægjandi hemlunarkrafti virkjast hemlastoðin sjálfkrafa og hjálpar til við að hægja á ökutækinu. Aukist líkur enn frekar á árekstri er hemlunarátaki sjálfkrafa beitt til að draga úr krafti árekstursins og lágmarka tjón. *Einungis í dagsbirtu Fjölárekstrahemlun Þegar hemlakerfið fær merki frá öryggispúðanum um að árekstur hafi átt sér stað, virkjar það sjálfkrafa hemlana og hemlaljósin til að vara ökumenn annarra ökutæki við og draga þar með úr líkum á öðrum árekstri. Akreinavari (LKA) Þegar hraðastillirinn er virkjaður hjálpar akreinavarinn ökumanni að halda e VITARA á miðri akrein. Þegar kerfið skynjar að bíllinn nálgast um of annað ökutæki eða hindrun til hliðar grípur það inn í stýringuna til að viðhalda öruggri fjarlægð. Akreinastýring (LDP) LDP greinir akreinalínur og spáir fyrir um akstursleið á meðan akstri stendur. Þegar bíllinn fer að sveigja af leið varar kerfið ökumann við með titringi í stýri eða hljóðviðvörun og grípur jafnframt inn í stýringuna til að beina e VITARA aftur inn á miðja akrein. Árekstur að aftan Árekstur að framan Árekstur á ská á gatnamótum Hliðarárekstur á gatnamótum Gangandi vegfarandi að næturlagi Ekið í sömu átt Gengið þvert á stefnu Gengið skáhallt á stefnu Með fjölárekstrahemlun Án fjölárekstrahemlunar Titringur í stýri Hljóðviðvörun Stýrisstoð Hraðastillir með aðlögun (ACC) ACC dregur úr þreytu ökumanns á langferðum og í akstri í umferð. Bún- aðurinn styðst við millimetrabylgju- skynjara og myndavél til að mæla fjar- lægðina að ökutækinu á undan og stýrir hröðun eða hraðaminnkun til að viðhalda fjarlægð sem ákveðin hefur verið. (Hægt er að velja milli fjögurra stillinga á fjarlægð.) Ef leiðin framundan er greið viðheldur kerfið þeim hraða sem bíllinn var á þegar það var virkjað. Þegar ACC er stilltur á 100 km/klst e VITARA 100 km/klst (valinn hraði) Akstur á stöðugum hraða Völdum hraða viðhaldið ef engin ökutæki eru á undan. Ökutæki á undan víkur e VITARA 80 km/klst Hröðun e VITARA 100 km/klst (valinn hraði) Hröðun Ef ökutækið fyrir framan víkur út af akreininni og nægilegt bil opnast fyrir framan, eykur e VITARA sjálfkrafa hraðann aftur upp í valinn hraða. Ökutæki á undan 80 km/klst Ökutæki á undan 0 km/klst e VITARA 80 km/klst Stöðvun e VITARA 0 km/klst Stöðvunar- og upptaksstýring e VITARA hægir á sér og stöðvast ef ökutækið á undan er stöðvað. Bremsuhald Þegar stigið er á inngjöfina eða þrýst á rofann á stýrinu fylgir bíllinn aftur ökutækinu fyrir framan. Ökutæki fyrir framan 80 km/klst e VITARA 80 km/klst Hröðun e VITARA 100 km/klst Framúrakstur Ökutæki fyrir framan 80 km/klst e VITARA 100 km/klst Hraðaminnkun e VITARA 80 km/klst Eftirfylgni Stuðningur við akreinaskipti Sjálfvirk aðstoð við hröðun og hraðaminnkun í átakalausum framúrakstri og öruggri innkeyrslu á þjóðvegi þegar stefnuljósin eru notuð. Stýrisstoð

1 2 2 3 4 5 24 Hraðaminnkun og eftirfylgni Völdum hraða er viðhaldið eða dregið úr honum til að aðlaga hann hraða ökutækisins á undan. Ökutæki á undan 80 km/klst e VITARA 100 km/klst e VITARA 80 km/klst Hraðaminnkun Viðeigandi hraða er viðhaldið í beygjum Kerfið greinir beygju og hægir á ökutækinu Hraðalækkun í beygjum Dregið er úr hraða þegar ökutækið nálgast beygju og viðeigandi hraða viðhaldið þar til komið er út úr beygjunni. Umferðarmerkjalesari (TSR) TSR greinir umferðarmerki, þar á meðal skilti um hámarkshraða, og birtir þau á mælaskjánum ökumanni til viðvörunar. Litur tákna breytist ef farið er yfir þann hámarkshraða sem umferðarmerkin sýna og kerfið gefur frá sér hljóðviðvörun ef ökumaður hægir ekki á bílnum. Háljósakerfi með aðlögunarhæfni (AHS) AHS styðst við millimetrabylgjuskynjara og myndavél til að greina birtustig í umhverfi bílsins og ljós annarra ökutækja. Búnaðurinn aðlagar birtustig og lýsingarsvið aðalljósanna að aðstæðum hverju sinni. Hann aðlagar einnig birtustig og lýsingarhorn að hraða ökutækis og skiptir yfir í lággeisla á vel upplýstum svæðum. Hágeislavari Þegar ekið er með háu ljósin kveikt skiptir búnaðurinn sjálfkrafa yfir á lággeisla þegar öðrum bílum er mætt, þegar ekið er á eftir öðru ökutæki eða þegar ekið er á vel upplýstu svæði. Aðalljósin skipta sjálfkrafa yfir á hágeisla þegar vegurinn framundan er greiður og svæðið í kring er illa lýst. (Aðeins virkt við hraða yfir 30 km/klst þegar ljósrofinn er stilltur á Auto). Blindblettsvari (BSM) BSM styðst við millimetrabylgjuskynjara í afturstuðara til að greina ökutæki í blinda blettinum eða nálgast blinda blettinn báðum megin við bílinn. Þegar búnaðurinn hefur greint ökutæki birtist viðvörunartákn í hliðarspegli þeim megin sem ökutækið nálgast. Virkji ökumaður stefnuljós á þeirri hlið blikkar táknið og hljóðviðvörun heyrist. Þverumferðarvari að aftan (RCTA) RCTA er viðbótaröryggisbúnaður sem nýtir blindblettsvarann til að greina og vara við ökutækjum sem nálgast frá vinstri eða hægri þegar bakkað er út úr bílastæði eða heimreið. Gangandi vegfarandi Ökutæki á undan Ökutæki nálgast e VITARA Lággeisli Auto Hágeisli Greiningarsvæði ökutækis sem nálgast Greiningarsvæði ökutækis sem nálgast Tákn Tákn lýsir upp eða blikkar Sjö öryggispúðar e VITARA er búin yfirgripsmiklu öryggispúðakerfi sem er hannað til að hámarka öryggi farþega. Um er að ræða sjö púða öryggiskerfi með fram- og hliðarpúðum, loftpúðagardínum ásamt hné- púða fyrir ökumann. Kerfið myndar verndandi öryggishjúp sem veitir þér og farþegum þínum meiri öryggistilfinningu meðan á akstri stendur. Yfirbygging sem dregur úr meiðslum gangandi vegfarenda Framstuðarinn, vélarhlífin og aðrir íhlutir fram- endans eru hannaðir til að taka á sig högg og draga úr höfuð- og fótleggjameiðslum gang- andi vegfarenda við árekstur. 1 Höggdeyfandi efsti hluti vélarhlífar 2 Höggdeyfandi lamir á vélarhlíf 3 Höggdeyfandi þurrkukerfi 4 Höggdeyfandi vélarhlíf 5 Höggdeyfandi framstuðari Ath.: Öryggisbúnaður kemur ekki í stað aðgætni í akstri. Virkni búnaðarins er háður takmörkunum og við vissar aðstæður virkar hann ekki eins og við mætti búast. Vinsamlegast skoðið lista yfir Helsta búnað til að sjá upplýsingar um framboð á búnaði. Fyrirbyggjandi öryggistækni Tákn Tákn blikkar Greiningarsvæði RCTA Hljóðviðvörun

25 Teygðu mörkin og haltu ótrauður á fund við hið óþekkta

26

Útfærslur GLX GL

Fjöldi dyra 5 Aflrás Rafknúinn Stærð rafhlöðu kWst 61 61 Drif 4WD MÁL Lengd mm 4.275 Breidd mm 1.800 Hæð mm 1.635 Hjólhaf mm 2.700 Sporvídd Framan mm 1.540 Aftan mm 1.545 Lágmarks beygjuhringur m 5,2 Lágmarks veghæð mm 180 RÝMI Sætafjöldi persónur 5 Farangursrými Aftursætisbak í uppréttri stöðu (VDA aðferð) lítrar 306 (GLX), 310 (GL) MÓTOR Hámarksafköst Alls kW 135 Mótor að framan kW 128 Mótor að aftan kW 48 Hámarkstog N . m 307 GÍRSKIPTING Gerð Einhraða rafdrif UNDIRVAGN Stýri Tannstangarstýri Hemlar Framan Kældir diskar Aftan Kældir diskar FJÖÐRUN OG HJÓLBARÐAR Fjöðrun Framan MacPherson gormar Aftan Fjölliðafjöðrun Hjólbarðastærð 225/55/18 (GL), 225/50R19 (GLX) VOG Eigin þyngd kg 1.891 Heildarþyngd kg 2.360 Dráttargeta kg 750 AFKÖST Hámarkshraði km/klst 150 0-100 km/klst sek 7,4 Orkunotkun (WLTP) *1 Blandaður akstur Wklst/km 166 Akstursdrægi (WLTP)*1 Blandaður akstur km 395 Helsti búnaður Mál Litir á yfirbyggingum Hæð 1.635 Sporvídd 1.540 Sporvídd 1.545 Breidd 1.800 Hjólhaf 2.700 Lengd 4.275 Mælieining: mm Einn litur Tveir litir Celestial blágrænn perlumálmlitur Land Breeze grænn perlumálmlitur Arctic hvítur perlulitur Grandeur grár perlumálmlitur Splendid silfur perlumálmlitur Bluish svartur perlulitur Opulent rauður perlumálmlitur × Bluish svartur perlulitur Land Breeze grænn perlumálmlitur × Bluish svartur perlulitur Arctic hvítur perlulitur × Bluish svartur perlulitur Grandeur grár perlumálmlitur × Bluish svartur perlulitur Splendid silfur perlumálmlitur × Bluish svartur perlulitur *GLX einungis Allar tölur eru frá framleiðanda. Upplýsingarnar geta breyst án fyrirvara. Rafmagnsnotkun og akstursdrægi sem sýnt er í –(*1) var mælt samkvæmt Nýju evrópsku mælingaraðferðinni (NEDC) og er ætlað til samanburðar við önnur ökutæki sem prófuð eru með sömu aðferð. Þessi gildi geta verið frábrugðin raunverulegum akstursniðurstöðum þar sem margir þættir hafa áhrif á þau, eins og aukabúnaður sem er festur á ökutækið, veður og umferðaraðstæður, akstursstíll og farmur ökutækis.

ÞÆGINDI 12V rafúttak Miðjustokkur USB tenging Framan: Type A fyrir skjákerfið, Type C fyrir hleðslu Aftan: Type A og Type C fyrir hleðslu Þráðlaus hleðsla Loftfrískunarkerfi Miðstöð Sjálfvirkt loftfrískunarkerfi (eitt svæði) Frjóagnasía Rafstýrðar rúður Framan (sjálfvirk opnun/lokun) Aftan Lykillaust kerfi Rafstýrð dyralokun Lykillaust aðgengi Lykillaus ræsing STÝRI OG MÆLABORÐ Samþætt skjákerfi (IDS) 10,25 tommu ökumælaskjár og 10,1 tommu miðskjár Apple CarPlay Android Auto Bluetooth®** Rofar fyrir loftfrískunarkerfi Leiðbeiningar um akstursstoðkerfi EV stillingar Stillingar ökutækis Stillingar hleðsluáætlunar Klukka Útihitamælir Birtustýring 2ja rima stýrishjól Leðurlíki Halla- og aðdráttarstilling Gírskiptiskífa Rofi fyrir akstursstillingar ECO -> NORMAL -> SPORT Pedalarofi með þægindastillingu TRAIL stillingarrofi Rofi fyrir niðurakstursstýringu HLJÓMKERFI Hátalarar Hurðir (framan og aftan) Lágtíðnihátalari Mælaborð Premium hljómkerfi Infinity hljómkerfi*** DAB Útvarp AM/FM Uggaloftnet Helsti búnaður INNANRÝMI Lýsing (LED) Punktaljós í framrými (3 stillingar) Svæðisljós í afturrými (3 stillingar) Lýsing í hanskahólfi Lýsing við fótarými (framan) Ljós í farangursrými Umhverfislýsing (12 litir) Sætaáklæði Framsæti Rafstýrð sæti með 10 stillingum (einungis ökumannssæti) Rennsli á sæti og halli á sætisbaki (ökumaður og farþegi) Hæðarstilling á sæti (einungis ökumannssæti) Hallastilling á setu (einungis ökumannssæti) Mjóbaksstuðningur (einungis ökumannssæti) Hiti í sætum (ökumaður og farþegi) Vasi á aftanverðu framsæti (einungis farþegasæti) Hnakkapúðar Aftursæti 4:2:4 niðurfelling á aftursætisbökum (einföld niðurfelling) Rennsli á sætum (með renniborði í farangursrými) Hallastilling á sætisbökum Miðjuarmhvíla (með 2 glasahöldurum) Hnakkapúðar (hliðar), miðjuhnakkapúði (miðsæti) Gólfmotta Teppi Birtudeyfing í baksýnisspegli Sjálfvirk Sólskyggni Snyrtispegill Miðaklemma Miðjustokkur 2 glasahaldarar Hirsla í miðjustokki með armhvílu Bakki í miðjustokki Geymsluvasar Framhurðir Griphanki Farþegar að framan og aftan Flöskuhaldarar 2 að framan 2 að aftan Fatasnagar 2 að aftan Farangursrými Pakkahilla Gólflok á farangursrými Geymsluhólf í farangursrými 1 snagi fyrir innkaupapoka Fóthvíla ÖRYGGI Sílinder í hurð Bílstjórahurð einungis Samlæsing Rofi ökumannsmegin Fjarstýrð samlæsing Með svörun frá neyðarljósum og hljóðmerki Þjófnaðarvörn Öryggisviðvörun YFIRBYGGING Aðalljós (LED) Sjálfvirk aðalljós Stilling aðalljósa (handvirk) Stilling aðalljósa (sjálfvirk) Heimreiðarlýsing Dagljósabúnaður (DRL) LED Þokuljós (LED) Framan Stefnuljós (LED) Hliðarspeglar Hástætt bremsuljós (LED) Hliðarspeglar Samlitir á einlitri yfirbyggingu/svartir á tvílitri yfirbyggingu Með rafstýrðri aðfellingu (með lykillausu aðgengi) Hiti í hliðarspeglum Hurðarhúnar að utanverðu Samlitir Fram- og afturstuðarar Samlitir + svartir Vatnskassahlíf Svartgljáandi Hjólaskálar Svartar Skraut á afturhlera Samlitt Vindkljúfur að aftan Samlitur þaki Hliðarlistar Svartir Opnun á afturhlera Rafsegulstýrð Glerþak Með sólhlíf Gler (framhurðir) Grænt gler + útfjólublá geislavörn Gler (afturhurðir) Friðhelgisgler Framrúða Grænt gler + hljóðeinangrað + útfjólublá geislavörn + infrarauð geislavörn Afturrúða Friðhelgisgler Móðueyðir Rúðuþurrkur Framan: 2ja hraða (lágur, hár) + stillanlegt næmi + þvottakerfi Aftan: 1 hraði + með hléi + þvottakerfi Sjálfvirk rúðuþurrkun (regnskynjari) Stærð rafhlöðu kWst AC hleðslugeta kW Drif Útfærsla Útfærslur Stærð rafhlöðu kWst AC hleðslugeta kW Drif S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S - S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S 61 11 4WD GLX S S S - S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S - S S S S S - S S - S S S S S S S S S S S S S - S S S S S S S S 61 11 4WD GL Stærð rafhlöðu kWst AC innbyggð hleðsla kW Drif Útfærslur HJÓLBARÐAR OG FELGUR Hjólbarðar og felgur 225/55R18 og álfelgur með fínni áferð Viðgerðarsett Varadekk og felga ÖRYGGI OG AKSTURSSTOÐKERFI ABS / EBD ESP®* Vökvastýri Rafeindastýrt vökvastýri (EPS) Rafeindastýrð handbremsa (EPB) Tveggja skynjara hemlastoð II (DSBS II) Árekstur að aftan Árekstur að framan Árekstur skáhallt á gatnamótum Árekstur á hlið á gatnamótum Gangandi vegfarandi að næturlagi (sem gengur í sömu átt eða þvert yfir veg) Á ferð í sömu átt Þvert í akstursstefnu Nálgast skáhallt Fjölárekstrahemlun Neyðarstöðvunarmerki Akreinavari (LKA) Akreinaskiptavari (LDP) Hraðastillir með aðlögun (ACC) Umferðarskiltalesari (TSR) Hágeislavari Hágeislakerfi með aðlögun (AHS) Blindblettsvari (BSM) Þverumferðarvari að aftan (RCTA) Bílastæðamyndavélar 360° myndavél Bílastæðaskynjarar Framan og aftan ALLGRIP-e Akstursstillingar ECO -> NORMAL -> SPORT Brekkuvari Niðurakstursstýring Pedalarofi með þægindastillingu Orkuendurheimt við hemlun Hljóðviðvörunarkerfi fyrir ökutæki (AVAS) M/Á afvirkjunarrofa Aflæsingarkerfi hurða með högggreini SRS öryggispúðar Framan tveir Framan hliðar Loftpúðagardínur Hnépúði Öryggisbelti Framan: 3ja punkta ELR öryggisbelti með forstrekkjara, átaksdreifingu og hæðarstillingu Aftan: 3ja punkta ELR öryggisbelti með forstrekkjara og átaksdreifingu (í báðum hliðarsætum) Áminning um öryggisbelti (framan og aftan) Ljós og hljóð Farþegagreining Framan og aftan ISOFIX festingar x2 Top tether festingar x3 Barnalæsing í afturhurðum Styrktarbitar í hurðum Framan og aftan 61 11 4WD GLX S S S S S S V & M V V P V & M B & P B & P B & P S S S S S S - S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S 61 11 4WD GL S S S S S S V & M V V P V & M B & P B & P B & P S S S S S S S - S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S V & M: Greinir ökutæki og mótorhjól V: Greinir einungis ökutæki B & P: Greinir reiðhjól og gangandi vegfaranda P: Greinir einungis vegfaranda Hurð og vélarhlíf HLEÐSLA Hleðsla AC hleðsluinntak DC hleðsluinntak Hleðsluport Með ljósi fyrir hleðslulok (gaumljós: Grænt, ljós á loki: Hvítt) S S S S S S Tauáklæði og leðurlíki S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S S 61 11 4WD GLX S Type2 (1 fasa) CCS2 S S S S S S S Tauáklæði - S S - - - S S S S S S S S S S S S S S S S S S S - S S S S S S S S 61 11 4WD GL S Type2 (1 fasa) CCS2 S Skeifunni 17, 108 Reykjavík I Sími 568 5100 I suzuki.is SUZUKI BÍLAR HF Staðalbúnaður og fáanlegur aukabúnaður getur verið mismunandi eftir einstökum mörkuðum. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðilum þínum. Upplýsingar og myndir gætu átt við gerðir sem ekki eru fáanlegar á þínu svæði. SUZUKI MOTOR CORPORATION áskilur sér rétt til að breyta, án fyrirvara, verði, litum, efni, búnaði, forskriftum og gerðum, og einnig að hætta framleiðslu á gerðum. Allar myndir í þessum bæklingi voru teknar með viðeigandi leyfi. Myndir af númeralausum ökutækjum á þjóðvegum eru samsettar. eVITARA SPECSHEET 99999-BBI01-701 eVITARA CATALOGUE 99999-B1I01-701 S : Staðalbúnaður - : Ekki fáanlegt * : ESP er skráð vörumerki Mercedes-Benz Group AG. Tilgangur ESP er að aðstoða ökumann að hafa stjórn á e VITARA. Virkni kerfisins fer eftir akstursskilyrðum og ástandi vegar. Kerfið er huganlega ekki með fulla virkni ef dekk fara yfir gripmörk og hjól fara að spóla eða skríða til. ** : Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. *** : Infinity er skráð vörumerki Harman International Industries, Inc.

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==