Suzuki eVitara

YFIRBYGGING Nútímalegt aðdráttarafl og strax auðkennanlegur sem Suzuki jeppi Hönnunin Eðal „málmdýr” var heróp hönnuðanna sem lögðu af stað í þá vegferð að búa umgjörð um e VITARA. Þeir vildu með hönnuninni endurspegla hátæknilegt eðli hans sem háþróaðs rafbíls sem byggi jafnframt yfir afli og afköstum fjórhjóladrifins jeppa sem opnar möguleika á ævintýri af ýmsu tagi. Lagleg hliðarlína bílsins einkennist af miklu hjólhafi og stórum hjólbörðum sem skapa kraftmikið og lipurt svipmót utan um rúmgott og langt farþegarýmið. Til að undirstrika jeppaeinkenni e VITARA rís vélarhlífin kraftalega upp að framrúðunni en bretti og hjólaskálar skaga út og eru þögult vitni um aflið sem býr í bílnum. Marghyrnt og formað yfirborðið gefur e VITARA kraftmikið og nútímalegt yfirbragð sem endurspeglar með kraftmiklum hætti eðli hans sem rafbíls og jeppa. Áberandi 3ja punkta ljósaklasi Fram- og afturljósin eru með einkennandi 3ja punkta klasahönnun sem byggir á þremur ljósum. Hvert hinna einstöku forma tengjast og skapa saman aðlaðandi hátæknilegt útlit. 3ja punkta ljósaklasarnir eru hannaðir með hárri upplausn sem vekur tilfinningalega upplifun þeirra sem sjá fram- og afturhluta bílsins fyrir fagurfræðilega nálgun. Vinstri og hægri ljósin tengjast með óslitinni láréttri línu með Suzuki merkið fyrir miðju. 18 tommu álfelgur e VITARA kemur á stórum álfelgum með nýrri hönnun sem einkennist af breiðum rimum og nýrri gerð áferðar. Felgurnar eru léttar og hannaðar til að draga úr loftviðnámi. Þær gefa bílnum yfirbragð afls og fegurðar. 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==