FARÞEGARÝMI Hátækni og ævintýraandi í vel útbúnu farþegarými 14 Hátæknilegur stíll og ævintýralegt aðdráttarafl Hönnun innanrýmisins kallast á við hönnunarþætti í yfirbyggingu og endurspeglar jafnt hátæknivætt eðli e VITARA sem rafbíls og getu hans sem fjórhjóladrifsbíls. Hátæknibragur er af búnaði; innbyggða skjákerfinu, frístandandi miðjustokki, umhverfislýsingu og óvenjulegu formi á stýri. Hönnunin á mælaborðinu ber með sér ævintýraanda og fyrirheit um hreinræktaða 4x4 jeppagetu, með háum millistokki og fjórum loftræstiristum ásamt framsætum sem styðja vel við líkama ökumanns og farþega. Frístandandi miðjustokkur Fyrir miðju er glæsilegur, frístandandi miðjustokkur. Á honum eru rafeindastýrðir rofar fyrir akstursstillingar sem endurspegla hátæknivædda hönnunina og veita þægilegt aðgengi að stillingum fyrir TRAIL, hraðaminnkandi stillingum, uppbrekkustýringu og rafeindastýrða stöðuhemlinum. Umhverfislýsing Umhverfislýsingin í e VITARA er ný aðgerð sem lýsir upp þrívítt mynstrið í miðjustokknum og klæðningar á framhurðum. Hægt er að velja á milli 12 mismunandi lita og 7 stiga á dempun sem fara vel við stemninguna og þarfirnar hverju sinni. Stýri Stýrið er með nýrri tveggja rima og hálfhringlega (squircle) hönnun sem kallast ágætlega á við lárétta hönnun mælaborðsins. Það sem einkennir stýrið er flatur efri hluti, sem veitir gott útsýni yfir mælaskjáinn og veginn framundan, og flatur neðri hluti, sem auðveldar ökumanni að setjast inn í og fara út úr bílnum. Rafeindastýrð handbremsa Hægt er að virkja og afvirkja rafeindastýrðu handbremsuna með rofa á frístandandi miðjustokknum sem eykur öryggi þegar bílnum er lagt og kemur í veg fyrir að ekið sé aftur af stað með handbremsuna á. Bremsuhald Aðgerðin er virkjuð einfaldlega með því að þrýsta á HOLD rofann á frístandandi miðjustokknum. Aðgerðin kemur í veg fyrir að bíllinn færist óvilj- andi fram á við þegar stöðvað er við umferðarljós eða í þungri umferð. Bíllinn hreyfist ekki jafnvel þótt ökumaður stígi af hemlinum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==