Suzuki eVitara

Check surroundings for safety. 16 SAMÞÆTT SKJÁKERFI Þægilegt aðgengi að miklu magni upplýsinga og gagnlegum akstursstoðkerfum Ævintýri handan hornsins Stórir skjáir með þægilegum aflestri og léttum stýringum auka enn frekar á gleðina og þægindin í ævintýrunum framundan. Allar nauðsynlegar upplýsingar blasa við á augabragði. Allt virkar með einföldum fingrasnertingum. Þessu til viðbótar hýsir skjákerfið Infinity hljómkerfi sem fyllir farþegarýmið tærum hágæðahljómum í takti við stemninguna á ferðalaginu. Samþætt skjákerfi Í e VITARA er nýtt samþætt skjákerfi sem heldur utan um mæla- og upplýsinga- og afþreyingarkerfið í einni einingu. Stýringar fyrir skjástillingar, loftkælingu og aðrar aðgerðir eru líka innbyggðar í samþætta skjákerfið sem auðveldar alla notkun til muna. Mælaskjár Hægt er að velja á milli þriggja sérsniðinna útlita að vali ökumanns á 10,25 tommu mælaskjánum. Að auki er fast mælasvæði á skjánum þar sem birtast akstursupplýsingar og viðvaranir og tvö skiptisvæði til að birta efni af miðskjánum. Hægt er að breyta efninu sem birtist á þessu svæði með því að þrýsta INFO rofann á stýrishjólinu. Miðskjár 10,1 LCD litaskjárinn í miðju styður tengingu fyrir snjallsíma í gegnum Wi-Fi®, Bluetooth® eða USB. Flipar vinstra og hægra megin á þessum sérsniðna skjá veita skjótan og þægilegan aðgang að fjölbreyttum aðgerðum, þar á meðal stillingum á loftfrískunarkerfi, hleðslustillingum og akstursstoðkerfum. Infinity hljómkerfi e VITARA í GLX útfærslu kemur með Infinity hljómkerfi með átta aflmiklum hátölurum, lágtíðnihátalara og magnara. Magnarinn er með öflugum stafrænum merkjavinnslubúnaði sem skilar tærri hljómupplifun í e VITARA. Infinity hljómkerfið fangar hvert smáatriði með mikilli nákvæmni í háþróuðum hljómgæðum, skýrum hátíðnihljómum, hlýjum hljómum í millitíðni og krafmiklum bassahljómum sem gera hvaða tegund tónlistar sem er fullkomin skil. 360 gráða myndavél Myndavélar á framan- og aftanverðum bílnum sem og á báðum hliðarspeglunum veita skýra sýn á hindranir fyrir framan eða aftan bílinn og auðvelda lagningu í bílastæði. Myndavélakerfið getur einnig sameinað myndir úr öllum fjórum myndavélunum til að birta alhliða sýn á nánasta umhverfi. Mælaskjár Miðskjár Sjálfvirk skjáskipting á mynd af umhverfi við framanverðan bílinn Apple CarPlay er samhæft iPhone og Siri veitir leiðsögn um vegi, hringir símtöl, leikur tónlist og sendir og tekur á móti skilaboðum með raddstýringu eða á snertiskjánum. Með Android Auto™ er hægt að senda skilaboð með raddstýringu, fá leiðsögn um vegi, stýra afþreyingarmiðlum og framkvæma ýmsar aðrar aðgerðir. Notandi segir einungis, „Hey, Google“eða þrýstir á raddstýringarrofann á stýrinu til að hefja samskiptin. * Apple CarPlay er stutt í löndunum sem talin eru upp á eftirfarandi tengli: https://www.apple.com/ios/feature-availability/#applecarplay-applecarplay Nálgast má nánari upplýsingar, þar á meðal iPhone gerðir og iOS útgáfur sem eru samhæfðar við Apple CarPlay, hér:https://www.apple.com/ios/carplay/ * Þráðlaus notkun Android Auto krefst samhæfðs Andorid 11.0+ og virkrar gagnaáskriftar. Skoðið g.co/androidauto/requirements til að sjá hvort tækið er samhæft. Sumir eiginleikar og búnaður er hugsanlega ekki tiltækur í öllum löndum. Háð framboði. * Apple, Apple CarPlay, iPhone og Siri eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. * Google, Android, Android Auto, YouTube Music og önnur merki eru vörumerki Google LLC. * Bluetooth er skráð vörumerki Bluetooth SIG, Inc. * Wi-Fi er skráð vörumerki Wi-Fi Alliance®.

RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==