N O T A G I L D I Þægindi, notagildi og fjölhæfni sem hæfir hátæknijeppa Farangursrými Farangursrýmið er rúmgott og nægilega fjölhæft til að koma þar fyrir öllum þeim búnaði sem nauðsynlegur er við ýmsar aðstæður, allt frá útilegum til daglegrar notkunar. Með aftursætin í fremstu stöðu er farangursrýmið 310 l* og jafnvel í öftustu stöðu er farangursrýmið 244 l*. Kanturinn neðan við afturhurðina er hafður nægilega lágur til að auðvelda hleðslu í bílinn og affermingu. * Tilgreint rými á við GL-gerð, mæld af framleiðanda og reiknuð með VDA aðferðinni. Þráðlaus farsímahleðsla *¹ Qi™*² hleðsluvagga er innbyggð í framanverðan miðjustokkinn. Þar er með einföldum hætti hægt að hlaða snjallsíma þráðlaust. *1 Einungis fáanlegt með GLX útfærslu *2 Qi og Qi merkið eru vörumerki Wireless Power Consortium (WPC). Glasahaldarar að framan Tveir glasahaldarar eru fremst á frístandandi miðjustokknum. Þeir eru staðsettir innan þægilegrar seilingar frá ökumanni og farþega í framsæti. Bakki í miðjustokki Umhverfislýsing er í notadrjúgum bakkanum undir miðjustokknum. Lagleg áferð er á yfirborði bakkans sem er handhæg hirsla fyrir smáhluti sem þurfa að vera innan seilingar. Rafúttak og USB tenging við framsæti Fremst í bakkanum í miðjustokknum eru tvö USB tengi (1 Type-A, 1 Type-C) og rafúttak (12V/120W). Þar með er hægt að hlaða og nota smátæki sem tekin eru með í ferðina. Armhvíla að framan Við framsæti er þægilega hönnuð armhvíla af lengri gerðinni sem býður upp á aukin þægindi fyrir farþega af ýmsum líkamsstærðum. Tengingar við aftursæti Farþegar í aftursætum geta hlaðið viðtæki sín í gegnum tvær USB tengingar (1 Type-A, 1 Type-C). Undir tengjunum er bakki fyrir snjallsíma. Armhvíla að aftan Miðhluti aftursætisbaksins er niðurfellanlegur og breytist þá í armhvílu með tveimur glasahöldurum (600 ml hvor). 18
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==