20 Þ Æ G I N D I Aukið öryggi í akstri og afslappaðri heimkoma Framsæti Framsætin eru með nútímalegri hönnun þar sem áherslan er á lengd þeirra og djúpt mótaða miðju sem skorðar farþega af með þægilegum hætti. GLX útfærslan er með rafknúnu ökumannssæti með 10 stillingum. Hægt er að renna sætinu fram og aftur, stilla halla á setunni og hæð sætisins sem og halla sætisbaksins og mjóbakstuðning. Aftursæti Aftursætin eru einstaklega þægileg og fjölhæfni einkennir hönnun þeirra. Þeim er hægt að renna fram og aftur til að auka rými fyrir fætur farþega eða stækka farangursrýmið til að koma til móts við mismunandi lífstíl hvers og eins. Glerþak Létt glerþakið er með opnanlegu sólskyggni. Glerþakið er 804 mm á breidd og 489 mm á lengd og veitir birtu inn í farþegarými e VITARA. Einungis fáanlegt í GLX útfærslu. Hiti í hliðarspeglum Hiti í hliðarspeglum kemur í veg fyrir móðumyndun og ísingu. Virkar þegar hiti í afturrúðu er virkjaður. Hiti í sætum Hiti er í ökumannssæti og farþegasæti að framan, jafnt í setu og sætisbaki. Þrjár hitastillingar eru aðgengilegar í samþætta skjánum. Einungis í GLX útfærslu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MzI5Mjk2Nw==